1.Ungmennaráðstefna UngRy
1701012
Farið yfir helstu niðurstöður Ungmennaþings 2017.
Farið yfir helstu niðurstöður Ungmennaþings og verða þær kynntar á næsta fundi sveitarstjórnar.
2.Tilnefningar í Ungmennaráð Suðurlands
1704045
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa stofnað Ungmennaráð Suðurlands. Óskað er eftir tilnefningum á ungmennum í Ungmennaráð Suðurlands. Einum aðalmanni og einum til vara.
Við tilnefnum sem aðalmann í Ungmennaráð suðurlands Rebekku Rut Leifsdóttur og varamann Dagný Rós Stefánsdóttur.
3.Ósk um umsögn við erindisbréfi Ungmennaráðs Suðurlands
1704046
Vinnuhópur á vegum SASS hefur gert drög að erindisbréfi fyrir fyrirhugað Ungmennaráð Suðurlands og óskar vinnuhópurinn eftir því að Ungmennaráð allra sveitarfélaga á Suðurlandi taki erindisbréfið til umsagnar og skili þeim til vinnuhópsins.
Ungmennaráð gerir engar athugasemdir við erindisbréfið.
Fundi slitið - kl. 20:00.