8. fundur 17. maí 2017 kl. 18:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þröstur Fannar Georgsson aðalmaður
  • Rebekka Rut Leifsdóttir aðalmaður
  • Dagný Rós Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhanna Sigrún Haraldsdóttir aðalmaður
  • Stefán Orri Gíslason aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson markaðs- og kynningarfulltrúi

1.Töðugjöld - Hella 90 ára

1702019

Nefndin fer yfir hugmyndir vegna Töðugjalda 2017 fyrir aldurshóp Ungmennaráðs.
Tillögur frá Ungmennaráði

Skoða eftirfarandi tillögur:
- Froðu rennibraut (heimatilbúin)
- vatnsblöðrustríð
- Vatnsbolta með bandi
- Froðufótbolta
- Paintball
- Box hoppukastala
- Hringekja/bollar/jóker
- Dráttarvéla rallý
- lasertag
- Sundlaugapartí (einhver að spila live á bakkanum)
- Hoppukastala fyrir 13

Listamenn
- Bubba á kvöldskemmtun / brekkusöngur (Eiríkur athugar)
- Karitas og Salka Sól / brekkusöngur (DogJ athuga)
- Helgi Jóns (uppistand - Eiríkur athugar)

Annað:
- candyfloss og popp um kvöldið.
- Tælenskur matur um kvöldið.
- pizzavagninn aftur
- pylsuvagn Adda
- Dons Donuts vagninn
- Rúlluskreytingakeppni

2.Drög að nýju erindisbréfi og samstarfi við Ásahrepp

1705041

Tillaga liggur fyrir að nýju erindisbréfi og um leið að Ungmennaráð verði sameiginlegt með Ásahrepp.
Ungmennaráð leggur til við sveitarstjórn Rangárþings ytra að Rangárþing Ytra og Ásahreppur sameinist um Ungmennaráð og um leið að að skipun Ungmennaráðs í erindisbréfi verði endurskoðað samkvæmt eftirfarandi:
- Ungmenna og íþróttafélög ásamt flugbjörgunarsveit tilnefna sameiginlega einn í ungmennaráð og einn til vara til tveggja ára.
- Grunnskólinn á Hellu tilnefnir tvo í ungmennaráð og einn til vara.
- Laugalandsskóli tilnefnir tvo í ungmennaráað og einn til vara.
- Íþrótta og tómstundanefnd tilnefnir einn eldri en 16 ára í ungmennaráð og einn til vara til tveggja ára.
- Sveitastjórn Ásahrepps tilnefnir einn í ungmennaráð og einn til vara.

Þetta myndi taka gildi haustið 2017, en samkvæmt gildandi erindisbréfi skal vera búið að skipa nýtt ungmennaráð fyrir 15. september.


Fundi slitið.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?