1. fundur 12. febrúar 2019 kl. 17:15 - 18:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Dagný Rós Stefánsdóttir aðalmaður
  • Guðný Salvör Hannesdóttir aðalmaður
  • Þóra Björg Yngvadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson markaðs- og kynningarfulltrúi

1.Ungt fólk og lýðræði

1903023

Ungmennaráð Rangárþings ytra hefur fengið boð um að senda 2 fulltrúa ásamt starfsmanni á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði 2019 sem haldin verður í Borgarnesi 10-12 apríl. Fulltrúar eru alla jafna 16-25 ára en sökum aldursdreifingar í okkar Ungmennaráði höfum við óskað eftir því að 15 ára fái að fara og var tekið vel í það.
Áhugi var á ráðstefnunni og ætla fulltrúar Ungmennaráðs að athuga hvort þeir hafi tök á að fara.

2.Ungmennaþing 2019

1903024

Ungmennaráð Rangárþings ytra þarf að taka ákvörðun um hvort ástæða sé til þess að halda Ungmennaþing 2019.
Ákveðið var að halda Ungmennaþing í Rangárþingi ytra 3. apríl. Í framhaldi af þinginu yrði unnið úr niðurstöðum þess og þær kynntar fyrir sveitarstjórn í maí. Ákveðið að fjalla áfram um Ungmennaþingið á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?