1. fundur 25. október 2021 kl. 15:30 - 16:20 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sumarliði Erlendsson aðalmaður
  • Sunna Hlín Borgþórsdóttir aðalmaður
  • Bartosz Jarymowicz aðalmaður
  • Natalía Lind Sölvadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson embættismaður
  • Ragnar Ævar Jóhannsson ritari
Fundargerð ritaði: Ragnar Ævar Jóhannsson Heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúi
Gunnar Páll Steinarsson boðaði forföll.

Í upphafi fundar fór heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúi yfir hlutverk Ungmennaráðs Rangárþings ytra.

1.Tilnefning fulltrúa í Ungmennaráð Suðurlands 2021

2109009

Sveitarstjórn óskar eftir tilnefningum frá Ungmennaráði Rangárþings ytra.
Ungmennaráð Rangárþings ytra tilnefnir Gunnar Pál Steinarsson sem aðalmann og Guðný Salvöru Hannesdóttur sem varamann.

2.Barnvæn sveitarfélög - bréf frá UNICEF

2109013

Samstarfsverkefni UNICEF á Íslandi og félagsmálaráðuneytisins en markmið verkefnisins er að styðja sveitarfélög í því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla sína stjórnsýslu og starfsemi.
Lagt til að óska eftir kynningu í fjarfundi.

Fundi slitið - kl. 16:20.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?