5. fundur 19. október 2023 kl. 15:00 - 16:45 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Þráinn Ingólfsson aðalmaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Tómas Haukur Tómasson embættismaður
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Tómas Haukur Tómasson embættismaður

1.Reksraryfirlit Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps jan-ágúst 2023

2310058

Lagt fram rekstraryfirlit Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps jan-ágúst 2023
Lagt fram yfirlit um rekstur Vatnsveitunnar janúar til ágúst.

Fjárfesting ársins 2023 er meiri en gert ráð fyrir í áætlun.
Fjármagnsliðir eru hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

2.Vatnsveita viðauki við fjáhagsáætlun ársins 2023

2310059

Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps árið 2023
Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2023 samtals að upphæð 25 mkr til hækkunar á fjárfestingu og 7,8 mkr í aukinn rekstrarkostnað. Viðaukinn er vegna aukins kostnaðar við stofnlögn frá Suðurlandsvegi í Djúpós og lagnaframkvæmda á Hellu. Einnig vegna aukins vaxtakostnaðar.
Lagt er til að viðaukanum verði mætt með 70 mkr lántöku. Einnig skal lánið greiða niður 40 mkr skuld Vatnstveitunnar við Rangárþing ytra.

Samþykkt samhljóða.
Framkvæmdastjóra falið vinna málið áfram varðandi lántöku.

3.Fjárhagsáætlun Vatnsveitu 2024

2310056

Fjárhags- og fjárfestingaáætlun 2024-2027 lögð fram til kynningar og umræðu.
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2024. Tillagan gerir ráð fyrir að tekjur verði 128 mkr. og rekstrarniðustaða verði jákvæð um 3,4 mkr. Fjáfesting ársins verði 41 mkr. Gert er ráð fyrir 20 mkr lántöku á árinu.

Samþykkt samhljóða.

4.Gjaldskrá Vatnsveitu 2022.

2209085

Lögð fram drög að uppfærðri gjalskrá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps til umræðu.
Lögð voru fram drög að gjaldskrá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps til skoðunar. Lagt er til að skoða vel mælavæðingu og á þá notendur og fyrirtæki sem eru að nota vatn í annað en heimilishald. Sveitarstjórum og Forstöðumanni eigna- og framkvæmdasviðs falið að vinna áfram með gjaldskrá og leggja fyrir á næsta fundi stjórnar Vatnsveitunnar fyrir lok árs.

5.Yfirlit veitustjóra.

2310057

Farið yfir daglegan rekstur Vatnsveitunnar.
THT fór yfir rekstur vatnsveitunnar. Nýjar tengingar inná veitukerfið verða líklega rúmlega 30 á árinu. Stæðsta ófyrirséða málið var bilun í borholudælu á Lækjarbotnum sem þurfti að endurnýja. Var hún stækkuð fyrir vikið til að anna betur nýjum tanki í Fögrubrekku.

Fundi slitið - kl. 16:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?