6. fundur 07. desember 2023 kl. 15:00 - 16:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
  • Kristín Hreinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Tómas Haukur Tómasson embættismaður
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Tómas Haukur Tómasson embættismaður

1.Gjaldskrá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps 2024

2312020

Drög að gjaldskrá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps fyrir árið 2024
Farið yfir drög að fyrirliggjandi uppfærðri gjaldskrá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps. Lagt er upp með að stuðla að jafnræði í innheimtu vatnsgjalds.
Stjórn Vatnsveitu leggur til að hefja mælavæðingu á inntökum stærri notenda, það er rekstaraðilum gisti- og veitingastaða, vatnskrefjandi búrekstrar ásamt öðrum vatnskrefjandi rekstri.
Eins leggur stjórn til að gerð verði greining á því samhliða mælauppsetningu með hvaða hætti er möguleiki á að ná sem mestu jafnræði í innheimtu aukavatnsgjalds.
Lagt til að gjaldská Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps hækki í samræmi við byggingarvísitölu um 5,63% að undanskildu aukavatnsgjaldi sem helst óbreytt.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 16:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?