4. fundur 06. júlí 2023 kl. 11:00 - 11:50 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Þráinn Ingólfsson aðalmaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Tómas Haukur Tómasson embættismaður
Fundargerð ritaði: Tómas Haukur Tómasson embættismaður

1.Fjárfesting Vatnsveitu Rangárþings y. og Ásahrepps 2023

2303068

Niðurstaða útboðs Bugavegur - Djúpós



Farið yfir niðustöðu útboðs í vatnslögn frá Suðurlandsvegi að Ráðagerði og síðan frá Bjólu að Djúpósi.
Opnun tilboða í verkið Bugavegur-Djúpós var fimmtudaginn 29.júní. Þrjú tilboð bárust frá eftirtöldum aðilum.
Þjótandi ehf 34.400.000 kr.
Heflun ehf 28.215.000 kr.
Nautás ehf 29.153.000 kr.
Kostnaðaráætlun Vatnsveitu 23.580.000 kr.

Vegna aukinnar vatnsnotkunar í Þykkvabæ og er nauðsynlegt að bæta í áætlaðar framkvæmdir ársins og leggja lögnina að dæluhúsi við Djúpós í þessum áfanga og miðast tilboðsverð við það.
Með þessu þarf að gera viðauka á árinu og lítur út fyrir að hann verði nær 12.000.000kr.
Lagt er til að viðauki verði gerður þegar líður á árið og fyrirsjéð hvort aðrar tekjur fjárfestinga hafi áhrif á lokaniðustöðu.

Fundurinn samþykkir framlögð gögn og leggur til að tilboði lægstbjóðanda verði tekið standist hann kröfur útboðsgagna. Framkvæmdastjóra er falið að undirbúa viðaukann og leggja fram á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða.

2.Yfirlit frá veitustjóra

2005018

THT fer yfir rekstur Vatnsveitunnar síðustu misserin.
THT fór yfir stöðu reksturs Vatnsveitu síðustu missera. Önnur borholudælan í Lækjarbrekku bilaði í síðustu viku. Ekki voru til varahlutir í dæluna og ekki hefur verið til varadæla. Ný dæla var pöntuð sem hefur meiri afköst en þær sem eru til staðar nú. Sett var niður dæla sem var til en með of lítil afköst. Ný dæla er væntanleg 7.7.2023.
Með þessari nýju verða afköst í Lækjarbotnum aukin og vatnsveitan þá betur í stakk búin að takast á við aukna notkun.

Fundi slitið - kl. 11:50.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?