7. fundur 04. apríl 2024 kl. 08:30 - 09:45 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Þráinn Ingólfsson aðalmaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Tómas Haukur Tómasson embættismaður
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Tómas Haukur Tómasson embættismaður
Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

1.Ársreikningur Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps 2023

2404001

Ársreikningur Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps lagður fram til staðfestingar.
Kynntur var endurskoðaður ársreikningur Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs. að viðbættri skýringu fyrir árið 2023. Rekstrarniðurstaða veitunnar var jákvæð um 11,6 milljónir.
Fjárfesting ársins var 61,2 milljónir nettó.

Ársreikningur 2023 var borinn undir atkvæði til samþykktar og var samþykktur samhljóða og áritaður.

2.Kvíarholt vatnsból

2404092

Erindi frá eigendum Kvíarholts vegna uppskipta á jörðinni.Óskað er eftir að Vatnsveitan taki til umfjöllunar hvernig hægt sé að tryggja öllum eigendum hluteign í vatnsrétti sem fylgja samningi við Vatnsveituna um nýtingu vatnsbóla á jörðinni, þegar gengið verður frá skiptingu jarðarinnar.
Lagt fram erindi frá eigendum Kvíarholts með ósk um að tryggja öllum eigendum hluteign í vatnsrétti. Samningur um vatnsrétt hljóðar uppá að eigendur Kvíarholts fá endurgjaldslaust afnot af öllu því vatni sem jörðinni er nauðsynlegt á hverjum tíma til heimilis og bústarfa. Stjórn telur að samningurinn eigi eingöngu við upprunalegt lögbýli Kvíarholts.
Aðrar nýjar tengingar á útskiptu landi jarðarinnar fari eftir reglum og gjaldskrá Vatnsveitunnar.
Mikilvægt er ef til landsskipta kemur að tekið verði tillit til lóða Vatnsveitunnar L216572, L216573, L216574.

3.Fjárfesting Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps 2024

2404093

Farið yfir stöðu og næstu skref vegna lagnar Djúpós-Þykkvibær sem er á framkvæmdaráætlun 2024.
Gert er ráð fyrir að fjárfesting ársins 2024 verði áframhald af lögn frá Djúpós og niður í Þykkvabæ. Gert er ráð fyrir að fjárfesting ársins sé 35.000.000 kr.
Lagt er til að framlengdur verði samningur við Heflun um útlögn og niðurdrátt. Heflun sá um 1.áfanga árið 2023 og einingarverð verði uppfærð miðað við byggingarvísitölu mars 2024.

Samþykkt samhljóða.

4.Yfirlit veitustjóra.

2310057

Farið yfir stöðu veitunnar síðustu misseri.
THT fór yfir stöðu daglegs reksturs veitunnar. Ekki hafa komið upp miklar áskoranir í rekstri veitunnar. Eitthvað hefur orðið vart við einstaka leka í kerfinu sem hafa valdið þrýstifalli en yfirleitt hefur náðst að lagfæra það.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?