41. fundur 03. mars 2016 kl. 09:15 - 11:00 Eyjasandi 9
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson formaður
  • Karl Ölvisson aðalmaður
  • Guðmundur Harðarson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
  • Bjarni Jón Matthíasson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri

1.Ferilefnaprófanir í Landsveit

1602076

Fyrstu niðurstöður úr vatnssýnum.
Fyrstu niðurstöður ferilefnaprófana liggja fyrir, sýni sem tekin voru 9-19 febrúar hafa verið greind og engin ferilefni komin fram ennþá. Prófunarverkefnið gengur skv. áætlun. Veitustjóri mun senda niðurstöður til stjórnar jafnóðum og þær berast.

2.Vatnsverndarsvæði við Kerauga - rannsóknir

1602077

Minnisblað ÁHj. ÍSOR dags. 9. febrúar 2016 varðandi tilboð J.K.
Ljóst er að vatnasvæðið við Kerauga og Tvíbytnulæk er afar mikilvægt og rannsókna er þörf m.a. vegna skipulagsmála. Líkur eru til að hægt verði að fjármagna rannsóknirnar að hluta með framlagi af endurskoðunarlið aðalskipulags Rangárþings ytra. Jafnframt er ljóst að samlegð er með þeim rannsóknum sem Landsvirkjun stendur að vegna undirbúnings virkjana við Þjórsá.

Tillaga er um að ganga til samninga við Jónas Ketilsson vísindamann og hans teymi við háskólann í Gautaborg skv. þeirri verkefnaáætlun sem liggur fyrir. Kostnaðaráætlun rannsóknar á grunnvatnsstraumi ofan Tjörfastaðalækjar í Þjórsárhrauni hljóðar upp á 2 m.



Samþykkt samhljóða.

3.Vatnsverndarsvæði í Nesi - vatnstaka úr lindum

1602078

Vatnstaka úr lindum á vatnsverndarsvæði í Nesi og í Landi Helluvaðs II
Fyrir liggur kostnaðaráætlun um framkvæmdir vegna vatnstöku úr lindum í Helluvaði II að upphæð 6.7 m. Einnig liggja fyrir drög að samkomulagi við landeigendur um framkvæmdina. Veitustjóra falið að vinna málið áfram og senda erindi til skipulags- og umferðarnefndar. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.



Samþykkt samhljóða.

4.Framkvæmdaáætlun Vatnsveitu 2016 - endurskoðun

1602075

Kaldavatnslögn í Landsveit
Áætlun vatnsveitunnar fyrir árið 2016 gerir ráð fyrir framkvæmdum að upphæð 30 m. samtals. Fyrir liggur að Rarik mun fara með háspennustreng frá Lækjarbotnum að Þúfu í Landssveit næsta sumar. Mikilvægt að vatnsveitan verði með í útboði um þá framkvæmd. Veitustjóra falið að fylgja því eftir.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?