Einnig sat fundinn undir lið 1 Klara Viðarsdóttir aðalbókari Rangárþings ytra.
1.Ársreikningur 2015
1604041
Fyrir vatnsveituna
Klara Viðarsdóttir aðalbókari Rangárþings ytra og veitustjóri fóru yfir reikninginn.
Helstu niðurstöður eru:
Rekstrartekjur: 48.258.320 kr.
Rekstrargjöld: 34.206.214 kr.
Fjármagnsliðir: 3.929.463 kr.
Hagnaður: 10.122.643 kr.
Veltufé frá rekstri: 19.956.023 kr.
Fjárfestingar: 21.353.513 kr.
Niðurstaða rekstrarreiknings 2015 er í ágætu samræmi við fimm ára áætlun sem unnin var af KPMG 2013 í tengslum við uppgjör skammtímaskulda við aðildarsveitarfélögin, en vegna meiri fjárfestinga lækka skuldir ekki eins mikið og áætlun gerði ráð fyrir.
Ársreikningur 2015 borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
Helstu niðurstöður eru:
Rekstrartekjur: 48.258.320 kr.
Rekstrargjöld: 34.206.214 kr.
Fjármagnsliðir: 3.929.463 kr.
Hagnaður: 10.122.643 kr.
Veltufé frá rekstri: 19.956.023 kr.
Fjárfestingar: 21.353.513 kr.
Niðurstaða rekstrarreiknings 2015 er í ágætu samræmi við fimm ára áætlun sem unnin var af KPMG 2013 í tengslum við uppgjör skammtímaskulda við aðildarsveitarfélögin, en vegna meiri fjárfestinga lækka skuldir ekki eins mikið og áætlun gerði ráð fyrir.
Ársreikningur 2015 borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
2.Ferilefnaprófanir í Landsveit
1602076
Fyrstu niðurstöður
Lagðar fram skýrslur frá ÍSOR um ferilefnaprófanir. Fyrir liggur að ferilefni hafa ekki skilað sér fram eftir 68 daga. Áfram verða tekin sýni og greind en hægt er að fækka sýnatökudögum eftir því sem frá líður. Eftir fund veitustjóra og ÁS með sérfræðingum ÍSOR er niðurstaðan að leggja til viðbótargreiningu nú samhliða fyrrgreindum ferilefnaprófunum. Þannig verði tveimur ferilefnum til viðbótar sleppt beint í Tjarnarlæk við þjóðveg beint austur af Skarði og Minnivallalæk við Fellsmúla. Sýnatökur vegna þessara prófana standi í 20 daga. Kostnaður sem snýr að ÍSOR er áætlaður 1.4 m án vsk.
Tillaga er um að framkvæma þessa nauðsynlegu viðbótarprófun.
Samþykkt samhljóða.
Tillaga er um að framkvæma þessa nauðsynlegu viðbótarprófun.
Samþykkt samhljóða.
3.Innmæling vatnslagna í Ásahreppi
1605010
Staða verkefnisins
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 17:00.