43. fundur 15. júlí 2016 kl. 10:30 - 11:00 Eyjasandi 9 Hellu
Nefndarmenn
  • Karl Ölvisson aðalmaður
  • Guðmundur Harðarson aðalmaður
  • Bjarni Jón Matthíasson embættismaður
  • Nanna Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Þorgils Torfi Jónsson boðaði forföll og Ágúst Sigurðsson stjórnaði fundi í fjarveru hans.

1.Ferilefnaprófanir í Landsveit

1602076

Niðurstöður rannsókna ÍSOR ofl.
Fyrir liggja í minnisblaði niðurstöður um ferilefnaprófanir sem staðið hafa yfir frá því í febrúar s.l. á vegum ÍSOR undir stjórn Árna Hjartarsonar. Endanleg greinargerð ÍSOR um rannsóknirnar liggur fyrir í drögum en gengið verður frá henni að afloknum sumarleyfum. Jafnframt liggur fyrir minnisblað frá Jónasi Ketilssyni sem stjórnað hefur rennslismælingum á svæðinu.Meginniðurstaða ÍSOR er sú að grannsvæðið umhverfis vatnsbólin við Tvíbytnulæk og Kerauga virðist nógu stórt til að tryggja tilskylda síun grunnvatnsins sem um það streymir. Lindum og vatnsbólum innan vatnsverndarsvæðisins virðist því ekki stafa hætta af mengun frá núverandi starfsemi upp af verndarsvæðinu né frá alifuglabúi sem staðsett yrði í hrauninu upp af því.Einnig er rétt að benda á að í minnisblaði frá Jónasi Ketilssyni er minnt á lög um stjórn vatnamála nr. 36/2011 þar sem kveðið er á um að það beri að koma í veg fyrir að vatnsgæði rýrni þannig að ekki aukist þörf á hreinsun neysluvatns.Veitustjóra falið að upplýsa skipulags- og umferðarnefnd sveitarfélagsins og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands um þessar niðurstöður.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?