44. fundur 04. október 2016 kl. 10:00 - 13:00 Laugar - fundarsalur skrifstofu
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson formaður
  • Karl Ölvisson aðalmaður
  • Guðmundur Harðarson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Jón Matthíasson embættismaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Einnig sat fundinn Guðni G. Kristinsson.

1.Rekstraryfirlit Vatnsveitan 04102016

1609056

Yfirlit um reksturinn janúar-september
Farið var yfir rekstur vatnsveitunnar það sem af er árinu fram til loka september. Rekstrarkostnaður stefnir í að verða meiri en áætlað var fyrir en töluvert var um bilanir í sumar. BJM og ÁS falið að undirbúa gerð viðauka við rekstraráætlun sem lögð verði fyrir á næsta fundi. Jafnframt er BJM og ÁS falið að leggja fram á næsta fundi stjórnar minnisblað um þróun í rekstri, þ.m.t. mælavæðingu og gjaldtöku, hjá vatnsveitum annarra sveitarfélaga.

2.Framkvæmdaáætlun Vatnsveitu 2016 - endurskoðun

1602075

Nýlagnir vegna samtengingar Bjálmholts - og Selalækjar við Bjólu og mögulegrar samvinnu með Rangárljósi.
BJM kynnti tillögur að kostnaðar- og verkáætlun vegna mögulegra nýlagna með ljósleiðaraverkefni og samtengingar einstakra veitna til að auka flutningsöryggi. Útfæra þarf nýlagnaáætlun áfram gagnvart framkvæmdatíma og leggja fyrir stjórn vatnsveitunnar að nýju.



Tillaga er um að setja í forgang að tengja saman Bjálmholts- og Selalækjarveitur en kostnaðaráætlun fyrir þá aðgerð er um 10 m. með vsk. Gera þarf ráð fyrir verkefninu í viðauka við fjárhagsáætlun 2016.



Samþykkt samhljóða.

3.Fjárhagsáætlun Vatnsveita 2017

1609057

Fyrstu drög lögð að vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs.
Fyrstu drög fjárhagsáætlunar lögð fram til umræðu. Vinna þarf betur í framkvæmdaáætlun og fjárþörf til hennar.

4.Vatnsveita Vestur-Landeyja á Bakkabæjum

1609049

Erindi frá Rangárþingi eystra. Vísað til Vatnsveitunnar frá Byggðarráði til umfjöllunar og tillögugerðar.
Tekið var fyrir erindi frá Rangárþingi eystra varðandi útfærslu á vatnsveitu á Bakkabæjum. Tillaga um að leggja til að samið verði með þeim hætti að Bakkabæir tilheyri vatnsveitu í Rangárþingi eystra og greiði þá sín vatnsgjöld þangað líkt og aðrir notendur vatnsveitunnar.



Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 13:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?