45. fundur 10. október 2016 kl. 13:00 - 14:55 fundarsal Rangárþings ytra á 2h Miðjunnar (Laugar)
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson formaður
  • Karl Ölvisson aðalmaður
  • Guðmundur Harðarson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Jón Matthíasson embættismaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Einnig sat fundinn Guðni G. Kristinsson.

1.Framkvæmdaáætlun Vatnsveitu 2016 - endurskoðun

1602075

Ákvarðanir um samtengingu veitna, samlegð með ljósleiðaraverkefni og tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2016.
Veitustjóri kynnti yfirlit um núverandi samtengingar einstakra veitna og leiðir til að tengja þær enn frekar saman til að tryggja afhendingaröryggi. Einnig var farið yfir fyrirliggjandi áfangaskiptingu frá Rangárljósi þar sem hægt er að samnýta jarðvegsvinnu. Tillaga liggur fyrir um að vatnsveitan óski eftir heimild til framkvæmda að upphæð kr. 40 m. sem skiptist á árin 2016 og 2017. Gert er ráð fyrir að 13.6 m. falli til á árinu 2016 sem þarf þá að gera ráð fyrir í viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 en afgangnum verði vísað til fjárhagsáætlunar 2017. Gert er ráð fyrir að fjárþörfinni verði mætt með lántöku vatnsveitunnar. Óskað er eftir því við aðildarsveitarfélög vatnsveitunnar að þau gangist í ábyrgð vegna lántökunnar, í samræmi við ákvæði í samþykktum vatnsveitunnar, og tryggi skammtímafjármögnun á árinu 2016 þar til lánsfé hefur fengist.



Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 14:55.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?