47. fundur 06. desember 2016 kl. 09:00 - 11:15 Fundarsal á skrifstofu Rangárþings ytra
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson formaður
  • Karl Ölvisson aðalmaður
  • Guðmundur Harðarson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Jón Matthíasson embættismaður
  • Nanna Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir lið 1 og 2.

1.Rekstraryfirlit Vatnsveita 05122016

1612007

Rekstur Vatnsveitunnar jan-nóv
Farið yfir rekstur veitunnar janúar-nóvember.

2.Gjaldskrá Vatnsveitu 2017

1612006

Tillaga að gjaldskrá
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Vatnsveituna þar sem gert er ráð fyrir að vatnsgjald íbúðarhúsa og sumarhúsa verði 48.493 kr pr. ein og vatnsgjald annarra húsa sem tengst geta vatnsveitu verði 0,29% af fasteignamati. Önnur gjöld í skránni hækka samsvarandi. Þetta jafngildir 20,26% hækkun á gjaldskránna í heild sinni. Halli hefur verið á rekstri vatnsveitunnar mörg undanfarin ár og sveitarfélögin greitt með rekstri hennar en veitan er víðast hvar komin til ára sinna og endurnýjun lagna brýn. Því er þessi hækkun nauðsynleg. Áfram verður mikil áhersla lögð á hagkvæman rekstur veitunnar og endurnýjun hennar í áföngum, virkjun á nýjum vatnstökustöðum, frekari öflun vatns og stækkun veitunnar.Tillagan borin upp til atkvæða og samþykkt samhljóða.Gjaldskráin verður send aðildarsveitarfélögum til staðfestingar.

3.Vettvangsferð Vatnsveitustjórnar

1612009

Undirbúningur vegna fyrirhugaðrar vettvangsferðar stjórnar til að skoða mikilvæga hluta vatnsveitunnar.
Stefnt er að vettvangsferð stjórnar föstudaginn 9 desember n.k. Farið verður á helstu vatnstökustaði veitunnar og reiknað með öllum deginum í ferðina. BJM falið að undirbúa ferðina og senda út ferðaplan. Reiknað er með að bjóða sveitarstjórnarfólki að taka þátt.

4.Viðlagatrygginar

1612008

Yfirlit um Viðlagatryggingar vegna Vatnsveitunnar
Farið yfir lögboðnar viðlagatryggingar Vatnsveitunnar. Nauðsynlegt er að fara yfir og endurskoða það endurstofnverð sem miðað er við þannig að öll veitan sé tryggð. BJM falið að tilkynna núverandi endurstofnverð til Viðlagatryggingar Íslands.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 11:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?