Einnig sátu fundinn undir liðum 1-2 Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri og undir liðum 3-4 ráðgjafar vatnsveitunnar þeir Árni Hjartarson jarðfræðingur hjá ÍSOR og Hilmar Sigurðsson verkfræðingur hjá Hnit.
1.Ársreikningur Vatnsveitu 2016
1702031
Ársreikningur fyrir árið 2016
Klara Viðarsdóttir kynnti endurskoðaðan ársreikning Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps fyrir árið 2016. Rekstrarniðurstaða veitunnar var jákvæð um 16,4 millj. kr og eigið fé í árslok 2016 var 39,9 millj. kr.
Ársreikningur 2016 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
Ársreikningur 2016 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
2.Rekstraryfirlit Vatnsveitan 16032017
1702030
Rekstraryfirlit það sem af er liðið 2017.
Lagt fram yfirlit um rekstur veitunnar fyrstu mánuði ársins.
3.Ferilefnaprófanir í Landsveit
1602076
Árni Hjartarson fór yfir og kynnti ferilefnagreiningar og aðrar rannsóknir sem farið hafa fram umhverfis vatnstökusvæðið við Lækjarbotna. Rannsóknum er nú lokið og niðurstöður liggja fyrir. Rannsóknirnar hafa leitt til nákvæmrar kortlagningar á vatnstökusvæðinu og lagt grunn að traustri skilgreiningu á þeirri vatnsvernd sem þarf að gilda. Lækjarbotnasvæðið er því álitið traust framtíðar vatnsból þar sem má auka verulega við vatnstöku sem ætti að duga til langrar framtíðar. Vatnsveitan getur því reiknað með að mögulegt sé að virkja 100-200 l/s með borholum í Lækjarbotnum en núverandi vatnsnotkun í öllu veitukerfi vatnsveitunnar er um 25 l/s.
4.Framkvæmdaáætlun 2017-2026
1702029
Áætlun um uppbyggingu veitukerfis Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps til næstu 10 ára.
Hilmar Sigurðsson verkfræðingur fjallaði um athuganir sínar á hver væru rétt næstu skref miðað við að nú hefur verið staðfest að vatnstakan í Lækjarbotnum er örugg til framtíðar. Hilmar lagði fram minnisblað og útreikninga til kynningar. Talið er rökrétt að næsta skref verði að koma upp vatnsmiðlunartanki í Fögrubrekku við Hjallanes sem myndi vera grunnur allrar vatnsdreifingar hjá veitunni. Viljayfirlýsing liggur fyrir frá landeigendum um slíka framkvæmd. Vatni yrði dælt úr Lækjarbotnum í þann miðlunartank. Lagnakerfi veitunnar yrði síðan byggt upp og endurnýjað út frá þeim grunni. Vinna þarf málið áfram og áætla nákvæmlega núverandi notkun. Þá þarf að leggja upp hönnun, áfangaskiptingu og kostnaðaráætlun út frá líklegri framtíðarþróun í vatnsnotkun á veitusvæðinu. Stjórn felur veitustjóra að undirbúa framkvæmdaáætlunina út frá þessum grunni og leggja fram fyrstu tillögur á næsta fundi. Veitustjóri hefur jafnframt heimild til að leita nauðsynlegrar ráðgjafar við vinnslu málsins.
5.Vettvangsferð Vatnsveitustjórnar
1612009
Undirbúningur vegna seinni vettvangsferðar stjórnar.
Tillaga er um að fara aðra vettvangsferð þann 7. apríl nk. 9-17. Sveitarstjórnarfólk er hvatt til að slást í hópinn.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 16:59.