50. fundur 21. nóvember 2017 kl. 13:00 - 17:30 í fundarsal á skrifstofu Rangárþings ytra (Laugar)
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson formaður
  • Guðmundur Harðarson aðalmaður
  • Bjarni Jón Matthíasson embættismaður
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Karl Ölvisson hafði boðað forföll og varamaður komst ekki. Einnig sátu fundinn Klara Viðarsdóttir og Guðni G. Kristinsson. Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til að liður 2. Fjárhagsáætlun Vatnsveitu 2018 færist til og verði númer 3 og aðrir dagskrárliðir færist til í samræmi. Það var samþykkt.

1.Rekstraryfirlit Vatnsveitu 20112017

1711037

Yfirlit um rekstur vatnsveitunnar fram til loka október 2017.
KV fór yfir rekstraryfirlit veitunnar fram til loka október. Einnig kynnti BJM yfirlit um tíðni útkalla yfir 10 ára tímabil þar sem kom fram að útköllum hefur fækkað verulega það sem af er árs 2017 miðað við fyrri ár.

2.Framkvæmdaáætlun 2017-2026

1702029

Áætlun um uppbyggingu veitukerfis Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps til næstu 10 ára.
BJM kynnti drög að framkvæmdaáætlun til næstu ára. Áætlunin gerir ráð fyrir áfangaskiptingu út frá Lækjarbotnaveitu með fyrsta áfanga uppbyggingu á miðlunartank í Fögrubrekku í Hjallanesi og tengingu við Bjálmholtsveitu innan þriggja ára. Seinni áfangar eru síðan endurnýjun á stofndreifikerfi veitunnar. Lagt fram til kynningar.

3.Fjárhagsáætlun Vatnsveitu 2018

1709019

Drög að fjárhagsáætlun
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun til kynningar.

4.Gjaldskrá Vatnsveitu 2018

1711036

Drög að gjaldskrá Vatnsveitunnar fyrir árið 2018
Lögð fram uppreiknuð gjaldskrá til kynningar.

5.Málefni notenda vatnsveitu

1709022

Óskráð vatnstaka - minnisblað
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?