52. fundur 09. febrúar 2018 kl. 09:00 - 10:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson formaður
  • Karl Ölvisson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varamaður
  • Nanna Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Bjarni Jón Matthíasson embættismaður
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson

1.Framkvæmdaáætlun 2017-2026

1702029

Verðkönnun í gerð útboðsgagna og yfirferð á forsendum áætlunar.
Fyrir liggur framkvæmdaáætlun Vatnsveitunnar til næstu þriggja ára en þar eru stærstu verkliðir bygging miðlunartanks í Hjallanesi og lagnir frá honum að Bjálmholti. Einnig liggja fyrir drög að framkvæmdaáætlun til næstu 10 ára. Stjórn veitunnar leggur til við eigendur að fyrsta skrefið verði að leita verðtilboða í gerð útboðsgagna og yfirferð á forsendum þriggja ára framkvæmdaáætlunarinnar, 2018-2020, hjá a.m.k. 3 verkfræðistofum. Veitustjóra verði falið að hrinda þessu í framkvæmd og leggja niðurstöður fram á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða.

2.Rekstraryfirlit Vatnsveitu 07022018

1802008

Rekstraryfirlit fyrir árið 2017
Farið yfir rekstaryfirlit ársins 2017. Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?