54. fundur 09. apríl 2018 kl. 13:00 - 13:55 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson formaður
  • Karl Ölvisson aðalmaður
  • Guðmundur Harðarson aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Bjarni Jón Matthíasson embættismaður
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Einnig sátu fundinn Klara Viðarsdóttir og Guðni G. Kristinsson.

1.Ársreikningur Vatnsveitu 2017

1804006

Kynntur var endurskoðaður ársreikningur Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs. fyrir árið 2017. Rekstrarniðurstaða veitunnar var jákvæð um 25 m. kr. Fjárfesting ársins var 37.6 millj. kr sem er um 11 m. umfram áætlun. Stærsta skýring fjárfestingar umfram áætlun er að nýtt var tækifæri samhliða ljósleiðaraverkefni við innkaup efnis og röralagnir en efnisbirgðir við áramót voru um 5.3 m. kr.

Ársreikningur 2017 var borinn undir atkvæði. Hann var samþykktur samhljóða og áritaður af stjórnarmönnum.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 13:55.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?