1. fundur 17. júlí 2018 kl. 10:00 - 11:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Guðmundur Gíslason aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Guðni Kristinsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri

1.Verkaskipting í samræmi við samþykktir

1807008

Stjórn skiptir með sér verkum o.þ.h
Í upphafi fundar var farið yfir samþykktir fyrir Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps en þar kemur fram í 4. gr að ný stjórn skuli skipta með sér verkum. Samþykkt samhljóða að formaður stjórnar verði Haraldur Eiríksson. Sveitarstjóri Rangárþings ytra mun áfram fara með framkvæmdastjórn byggðasamlagsins skv. gildandi þjónustusamningi þar til annað verður ákveðið.

2.Framkvæmdaáætlun 2017-2026

1702029

Niðurstaða verðkönnunar hjá Eflu, Mannviti og Verkís vegna rýni á forhönnun auk fullnaðarhönnunar og gerðar útboðsgagna.
GGK kynnti stuttlega starfsemi og umfang vatnsveitunnar fyrir nýrri stjórn. Frekari kynning á rekstri vatnsveitunnar verður á næsta fundi stjórnar.
Lagðar voru fram niðurstöður verðkönnunar hjá verkfræðistofunum Eflu, Mannviti og Verkís á rýni forhönnunar, fullnaðarhönnun og gerð útboðsgagna. Lægsta boð í báða verkþætti var frá Eflu. Tillaga er um samið verði við Eflu um rýni á forhönnun skv þeim skilmálum sem fram koma í gögnum og taka síðan afstöðu til framhaldsins þegar sú rýni liggur fyrir. Samningsupphæð fyrir rýni á forhönnun er 1.074.187. kr. Samþykkt samhljóða og ÁS falið að ganga frá samningi við Eflu. Næsti fundur áætlaður þriðjudaginn 31. júlí kl. 10:00.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?