3. fundur 29. október 2018 kl. 08:45 - 09:50 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Guðmundur Gíslason aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðni Kristinsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Einnig sátu fundinn Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri og Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri.

1.Rekstraryfirlit Vatnsveitu 30092018

1810071

Farið yfir rekstur veitunnar janúar-september.

2.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2018

1810072

Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps 2018. Tillaga um að hækka áætlun vegna rekstrarkostnaður um kr. 9.134 þús. Dýrar bilanir hafa komið upp á árinu sem hafa orskakað það að rekstrarkostnaður verður meiri en áætlað var. Tillaga um að lækka áætlun vegna fjárfestingar á árinu um 21,5 milljónir kr. Framkvæmdir vegna miðlunartanks í Hjallanesi eru enn á undirbúningsstigi og því verður fjárfesting ársins ekki eins mikil og áætluð var. Önnur fjárfestingarverkefni hafa þó bæst við sem vega á móti s.s. lagnir í nýju hverfi á
Hellu og fl. Tillaga um að lántaka ársins verði kr. 120 milljónir í stað 65 milljóna eins og áætlað var. Þessi lántaka dugar þá til að fjármagna fjárfestingu þessa árs og fjárfestingu ársins 2019. Engin lántaka verður þá í áætlun 2019.

Samþykkt samhljóða.

3.Fjárhagsáætlun Vatnsveitu 2019

1809009

Tillaga að fjárhagsáætlun 2019
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2019. Tillagan gerir ráð fyrir að tekjur verði 82,5 m, rekstrarkostnaður auk fjármagnsliða 56,5 m og og rekstrarniðurstaða 26,0 m. Fjárfesting ársins verði 90 m.

Samþykkt samhljóða.

4.Málefni notenda vatnsveitu

1709022

Frestað til næsta fundar sem áætlaður er 3 desember nk kl 8:30 á Laugalandi.
Fundargerðin yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?