4. fundur 05. nóvember 2018 kl. 08:30 - 12:30 á Laugalandi
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Guðmundur Gíslason aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Guðni Kristinsson embættismaður
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri

1.Vettvangsferð Vatnsveitustjórnar

1612009

Farið verður í vettvangsferð að Lækjarbotnum m.a.
Farið var í vettvangsferð að Lækjarbotnum og að Fögrubrekku.

2.Rekstraryfirlit Vatnsveitu 29112018

1811077

Rekstur janúar-október
Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur veitunnar fram til loka október 2018.

3.Málefni notenda vatnsveitu

1709022

Vinnulag og reglur
3.1 Brynningartæki utanhúss
Mikilvægt er að skerpa á reglum varðandi brynningartæki utanhúss og almennt vatnstöku úr veitukerfinu. Reglur þurfa að vera skýrar þannig að ávallt sé fengið sérstakt leyfi hjá vatnsveitunni fyrir allri vatnstöku úr veitukerfinu. Allar utanhússlagnir þarf að tilkynna og skrá.

3.2 Reglur varðandi tengingu við vatnsveituna
Setja þarf skýrar reglur um hvernig skuli staðið að tengingu við vatnsveituna. Stefnt skal að því að leggja fram reglur um verklegar framkvæmdir og tengingar við vatnsveituna á næsta fundi stjórnar sem áætlaður er 17. desember kl 16:30.

3.3 Upplýsingar og kynning til notenda
Ákveðið að vatnsveitan gefi út bækling í upphafi nýs árs þar sem nýjar reglur verða kynntar og fyrirhugaðar framkvæmdir veitunnar.

4.Gjaldskrá Vatnsveitu 2019

1809010

Vinna við endurskoðun gjaldskrár.
Farið var yfir texta að endurnýjaðri gjaldskrá vatnsveitunnar. ÁS og GGK falið að vinna málið áfram og leggja fram tillögu á næsta fundi stjórnar.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?