5. fundur 11. apríl 2019 kl. 12:30 - 14:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Guðmundur Gíslason aðalmaður
  • Guðni Kristinsson embættismaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Einnig sátu fundinn Klara Viðarsdóttir undir lið 1 og Atli Freyr Unnarsson undir lið 2.

1.Ársreikningur Vatnsveitu 2018

1904025

Lagður fram til staðfestingar.
Lagður fram ársreikningur 2018 og hann samþykktur samhljóða.

2.Framkvæmdaáætlun 2017-2026

1702029

Útboðsgögn vegna fyrstu þriggja áfanga út frá Fögrubrekku.
Atli Freyr Unnarsson kynnti útboðsgögn vegna stækkunar Lækjarbotnaveitu. Stjórn Vatnsveitunnar samþykkir samhljóða að auglýsa útboð miðað við fyrirliggjandi gögn.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?