7. fundur 07. nóvember 2019 kl. 16:30 - 19:10 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Guðmundur Gíslason aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Guðni Kristinsson embættismaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Einnig sat fundinn Klara Viðarsdóttir undir liðum 1-3.

1.Rekstraryfirlit Vatnsveitu 051119

1911009

Yfirlit janúar-október
Lagt fram yfirlit um rekstur veitunnar fram til loka september 2019.

2.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2019

1911011

Vegna reksturs og fjárfestingar
Lögð fram tillaga að viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2019. Reiknað er með að tekjur verða meiri en áætlað var af vatnsgjaldi og rekstrarkostnaður verði meiri en áætlað var vegna bilana og þurrka. Viðaukinn gerir ráð fyrir að fjárfesting lækki úr 90 milljónum í 70 milljónir á árinu 2019 vegna seinkunar framkvæmda. Samtals áhrif á rekstur kr. 5.342.000 til hækkunar. Samtals áhrif á rekstur og fjárfestingu kr. 14.658.000 til lækkunar.

Viðaukinn samþykktur samhljóða.

3.Fjárhagsáætlun Vatnsveitu 2020

1911010

Tillaga lögð fram
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2020. Tillagan gerir ráð fyrir að tekjur verði 92 mkr, rekstrarkostnaður 64,1 mkr, fjármagnsgjöld 6,7 mkr og rekstrarniðurstaða 21,2 mkr. Fjárfesting ársins verði 120 mkr. Gert er ráð fyrir lántöku að upphæð 110 mkr á árinu 2020.

Samþykkt samhljóða.

4.Stækkun Lækjarbotnaveitu

1908007

Samningur, verkfundir, eftirlit ofl.
Lagður fram og staðfestur samhljóða verktakasamningur við Þjótanda ehf um stækkun Lækjarbotnaveitu. Rætt um eftirlit með verkinu og ÁS falið að leita samninga við Jón Sæmundsson hjá Verkís og leggja fyrir næsta stjórnarfund. Einnig lagðar fram til kynningar verkfundargerðir 1 og 2 og erindi frá Smíðanda ON.

5.Gjaldskrá Vatnsveitu 2020

1911012

Drög að nýrri gjaldskrá
Farið yfir drög að endurskoðaðri gjaldskrá fyrir veituna. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Fundargerð yfirlesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 19:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?