10. fundur 03. nóvember 2020 kl. 16:30 - 17:40 Fjarfundur í gegnum ZOOM
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Guðmundur Gíslason aðalmaður
  • Guðni Kristinsson embættismaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
  • Tómas Haukur Tómasson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Guðni Kristinsson þurfti frá að hverfa fljótlega í upphafi fundar.

1.Rekstraryfirlit Vatnsveitu 3112020

2010042

Yfirlit um rekstur veitunnar janúar-september
Klara Viðarsdóttir kynnti rekstraryfirlit fyrir veituna janúar-september. Rekstur er í ágætu jafnvægi.

2.Yfirlit frá veitustjóra

2005018

Veitustjóri fer yfir helstu atriði úr rekstri veitunnar.
Tómas Haukur Tómasson fór yfir rekstur vatnsveitunnar. Ekki hefur verið mikið um ófyrirséð atvik það sem af er árinu og daglegur rekstur gengið ágætlega.

3.Fjárhagsáætlun Vatnsveitu 2021

2010043

Undirbúningur
Lögð fram og rædd drög að fjárhagsáætlun 2021. Vinna þarf betur í framkvæmdaáætlun áður en fjárhagsáætlun verður lögð fyrir stjórnina til samþykktar á næsta fundi sem áætlaður er þann 17. nóvember n.k. Ákveðið að efna til vinnufundar stjórnar Vatnsveitunnar í janúar n.k. til að endurskoða langtímaáætlun veitunnar og leggja línurnar fyrir næstu ár nú þegar þessum 3ja ára áfanga stækkunar Lækjarbotnaveitu lýkur.

4.Stækkun Lækjarbotnaveitu

1908007

Verkfundargerðir 10-13 til kynningar
Lagðar fram verkfundargerðir 10-13 til kynningar. Á þessum tímapunkti er 67% verksins lokið miðað við upphaflega verkáætlun.
Fundargerð yfirlesin og staðfest með tölvupósti strax að afloknum fundi.

Fundi slitið - kl. 17:40.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?