12. fundur 23. febrúar 2021 kl. 16:30 - 17:50 Fjarfundur í gegnum ZOOM
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Guðmundur Gíslason aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðni Kristinsson embættismaður
  • Tómas Haukur Tómasson embættismaður
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Einnig sat fundinn Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri undir lið 1.

1.Rekstraryfirlit Vatnsveitu 2021

2102030

Það sem af er ári og niðurstaða 2020
Klara Viðarsdóttir kynnti rekstraryfirlit ársins 2020 fyrir veituna en bókhaldið er tilbúið fyrir gerð ársreiknings.

2.Yfirlit frá veitustjóra

2005018

Staða á daglegum rekstri
Guðni Kristinsson fór yfir rekstur vatnsveitunnar. Nokkuð hefur verið um ófyrirséð atvik og lekaleit en jörð er mjög frosin núna og því nokkuð erfitt að staðsetja lekar lagnir. Einnig hafa komið upp atvik þar sem lagnir hafa frosið en í sendnum jarðvegi eru dæmi þess að frost sé komið niður fyrir 80 cm. Bætt var við dælu á Selalæk til að ná betri nýtingu á lindir sem ætti að auka öryggi vatnsafhendingar til Þykkvabæjar.

3.Framkvæmdaáætlun 2017-2026

1702029

Endurskoðun langtímaáætlunar
Lögð fram drög að endurskoðaðri framkvæmdaáætlun fyrir næstu ár. Drögin rædd og ákveðið að vinna þau áfram og jafnframt uppreikna fyrri kostnaðaráætlanir. Miðað við að taka endurskoðaða áætlun til frekari umræðu á næsta fundi sem áætlaður er 13 apríl n.k. en þá er einnig stefnt að skoðunarferð í Fögrubrekku.

Samþykkt samhljóða.

4.Innra eftirlit veitunnar

2102031

Skref að innleiðingu
Farið var yfir mikilvægi þess að taka upp skipulegra innra eftirlit fyrir veituna. Hluti af starfsleyfi veitunnar er skipuleg sýnataka og vöktun í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands en talið er mikilvægt að ganga lengra hvað innra eftirlit varðar til að tryggja enn frekar gæði vatns og skilvirkan rekstur veitunnar. Tillaga er um að leita til Jónasar Ketilssonar um ráðgjöf við innleiðingu á slíku kerfi og leggja fram áætlun um vinnulag á næsta fundi. Jafnframt verði lögð fram kostnaðaráætlun fyrir verkefnið. Stefnt að því að fá Jónas Ketilsson inn á næsta fund.

Samþykkt samhljóða.

5.Stækkun Lækjarbotnaveitu

1908007

Verkfundargerðir.
Lagðar fram verkfundargerðir 14-17 til kynningar.
Fundargerðin yfirlesin og staðfest rafrænt að fundi loknum með SIGNET.IS

Fundi slitið - kl. 17:50.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?