14. fundur 02. nóvember 2021 kl. 14:00 - 15:40 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson varamaður
  • Yngvi Harðarson varamaður
  • Guðmundur Gíslason aðalmaður
Starfsmenn
  • Tómas Haukur Tómasson embættismaður
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Haraldur Eiríksson formaður og Steindór Tómasson höfðu boðað forföll. Í fjarveru formanns var samþykkt samhljóða að Ágúst Sigurðsson myndi stýra fundi. Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir liðum 1-2.

1.Rekstraryfirlit Vatnsveitu 2021

2102030

Lagt fram yfirlit um rekstur veitunnar janúar til september. Jafnframt lagður fram viðauki 1 við rekstraráætlun 2021 samtals að fjárhæð 40 mkr til hækkunar á fjárfestingu ársins. Viðaukinn er vegna tæknibúnaðar í hinum nýja vatnstanki í Fögrubrekku og vegna nýrra lagna á Hellu. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé og skammtímaláni frá eigendum að fjárhæð 10 mkr sem verður gert upp 2022.

Samþykkt samhljóða.

2.Fjárhagsáætlun Vatnsveitu 2022

2110140

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2022. Tillagan gerir ráð fyrir að tekjur verði 101,1 mkr og rekstrarniðurstaða 18,9 mkr. Fjárfesting ársins verði 25 mkr. Ekki er gert ráð fyrir lántöku á árinu 2022.

Samþykkt samhljóða.

3.Yfirlit frá veitustjóra

2005018

Tómas Haukur Tómasson fór yfir rekstur vatnsveitunnar. Nýjar tengingar inn á veitukerfið það sem af er ári eru rétt um 30. Ekki hefur verið mikið um ófyrirséð atvik það sem af er árinu og daglegur rekstur gengið ágætlega.

4.Erindi um tengingu við dreifikerfi vatnsveitunnar

2110141

Grétar Guðmundsson f.h. húseigenda á Skammbeinsstöðum leggur fram ósk um að tengjast dreifikerfi veitunnar.
Á Skammbeinsstöðum eru 9 hús sem eru með sameiginlega kaldavatnsveitu og óska eftir að tengjast dreifikerfinu. Að mati stjórnar Vatnsveitunnar eru forsendur fyrir slíkri tengingu að um nýlagnir verði að ræða. THT falið að ræða við fulltrúa húseigenda og kynna þeim þessar forsendur áður en lengra verður haldið.

Samþykkt samhljóða.

5.Gaddstaðir, breyting á landnotkun

1908036

Í ljósi athugasemdar frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands við tillögu að breytingu á landnotkun á Gaddstöðum óskar sveitarstjórn Rangárþings ytra eftir því að Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps meti stöðuna gagnvart vatnsvernd nærliggjandi vatnsbóls og veiti rökstudda umsögn um tilhögun eða nauðsynlegar aðgerðir telji hún þess þörf.
Lögð fram umsögn Jónasar Ketilssonar jaðreðlis- og vélaverkfræðings sem hefur að beiðni vatnveitunnar lagt mat á vatnsverndarsvæði vatnsbólanna við Selalæk. Samkvæmt fyrrgreindri umsögn er ljóst að fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi norðan við Hróarslæk þar sem breytingar eiga sér stað á skilgreiningu íbúðar- og frístundabyggðar varðar ekki líklega legu fjarsvæðis né heldur stækkun grannsvæðis. Af þeim sökum er ástæðulaust að fresta afgreiðslu á breytingu á aðalskipulagi við Gaddstaði á þeim forsendum að fjarsvæði vatnsbóla við Selalæk skorti þar sem ljóst má þykja að svæðið við Gaddstaði liggur utan við líklega legu fjarsvæðisins.

Samþykkt samhljóða að senda sveitarstjórn Rangárþings ytra þessa niðurstöðu ásamt greinargerð Jónasar Ketilssonar.
Fundargerð yfirlesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 15:40.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?