16. fundur 05. apríl 2022 kl. 09:00 - 10:45 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Guðmundur Gíslason aðalmaður
  • Yngvi Harðarson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Tómas Haukur Tómasson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Haraldur Eiríksson formaður hafði boðað forföll. Í fjarveru formanns var samþykkt samhljóða að Ágúst Sigurðsson varamaður hans myndi stýra fundi. Einnig sat fundinn undir liðum 1-2 Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri.

1.Rekstraryfirlit Vatnsveitu 2022

2203092

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir mánuðina janúar-febrúar.

2.Ársreikningur Vatnsveitu 2021

2203091

Til staðfestingar
Kynntur var endurskoðaður ársreikningur Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs. fyrir árið 2021. Rekstrarniðurstaða veitunnar var jákvæð um 8,0 mkr. Fjárfesting ársins var 81,1 mkr. Ársreikningur 2021 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.

3.Yfirlit frá veitustjóra

2005018

Upplýsingar úr daglegum rekstri.
Tómas Haukur Tómasson fór yfir rekstur vatnsveitunnar. Nýr vatnstankur og búnaður í Fögrubrekku hefur nú verið tekinn í gagnið og hefur reynst vel. Ekki hefur verið mikið um ófyrirséð atvik síðasta misserið og daglegur rekstur gengið ágætlega.

4.Framkvæmdaáætlun 2017-2026

1702029

Næstu skref varðandi framkvæmdir.
Farið var yfir stöðu þeirrar framkvæmdaáætlunar sem unnið hefur verið eftir síðustu árin en nú eru ákveðin tímamót eftir að stækkun Lækjarbotnaveitu er lokið. Ástæða er því til að endurmeta stöðuna hvað varðar forgangsröðun þeirra verkefna sem framundan eru. Framkvæmdaáætlunin gerir ráð fyrir að árið 2022 verði stærsta verkefnið að koma á öflugri tengingu frá Suðurlandsvegi við Lyngás að Ráðagerði sem eykur m.a. afhendingaröryggi í Þykkvabæ. Stjórn varpar fram þeirri hugmynd hvort breyta ætti framkvæmdaröð þannig að nýlagningu frá Djúpósi í Þykkvabæ verði flýtt til 2023 og þannig lokið endurnýjun lagna til Þykkvabæjar í samfellu. Endurnýjun lagna frá Sléttalandi að Hamrahverfi myndi þá færast til 2024 en þar er hægt að virkja aukaleið frá Þjórsártúni að Hamrahverfi til að tryggja afhendingu. Jafnframt mun uppsetning dælu við Rauðalæk efla afhendingaröryggi í Áshverfi.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin yfirlesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?