1. fundur 27. september 2022 kl. 08:15 - 10:15 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Þráinn Ingólfsson aðalmaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
  • Tómas Haukur Tómasson embættismaður
Fundargerð ritaði: Tómas Haukur Tómasson Embættismaður

1.Rekstraryfirlit Vatnsveitu 2022

2203092

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir mánuðina janúar-ágúst.
Klara kynnir rekstraráætlun jan- sept. Fjármagnsliðir eru töluvert hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna verðbóta. Lagður fram viðauki að upphæð 10.000.000 kr til að mæta auknum verðbótum. Viðaukinn hefur áhrif til lækkunar á rekstarniðurstöðu en hefur ekki áhrif á handbært fé.

Samþykkt.

2.Framkvæmdaáætlun 2017-2026

1702029

Næstu skref varðandi fjárfestingar ársins 2022
THT kynnir framkvæmdir sem eru áætlaðar fyrir árið 2022. Árið 2023 verður lögð lögn frá Djúpósi að tanki í Þykkvabæ.

Einnig var kynnt framkvæmd á stofnlögn fyrir nýtt iðnaðar- og verslunarsvæði sunnan þjóðvegar á Hellu.


Til kynningar.

3.Tillaga D-listans um lagningu á nýrri vatnslögn í Þykkvabæ

2209036

Fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að sveitarstjórn setji í forgang að leggja nýja vatnslögn frá Djúpós niður í Þykkvabæ meðfram Þykkvabæjarvegi beint inn í miðlunartank til að efla vatnsöryggi í Þykkvabæ. Framkvæmdinni verði hraðað sem kostur er í samstarfi við Stjórn Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps.
Lagt til að vísa tillögunni til stjórnar Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps.
Tillaga D-lista Sjálfstæðisflokks samræmist áður kynntri framkvæmdaráætlun Vatsnveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps um að flýta lagningu vatnslagnar frá Djúpósi að miðlunartanki í Þykkvabæ fram til ársins 2023.

4.Dæluhús við Arnkötlustaði

2209084

Nýtt dæluhús við Arnkötlustaði.
Borið hefur á því að notendur sem standa hærra við Ásveg hafi vantað vatn á álagstímum. Veitunni hefur boðist að kaupa aflagt tækjahús Mílu við Arnkötlustaði og er verið að undirbúa að koma upp dælu þar sem mun þjóna Ásvegi sunnan við Arnkötlustaði.
Kaupverð tækjahúss er 250.000 kr.

Samþykkt og sveitastjóra Rangárþings ytra falið að undirrita kaupsamning og lóðaleigusamning.

5.Gjaldskrá Vatnsveitu 2022.

2209085

Umræða um gjaldskrá Vatnsveitu fyrir árið 2023
Rædd var gjaldskrá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps með tilliti til innnheimtu hjá öðrum notendum en heimilum og frístundahúsum.

Stefnt er á að á næsta fundi Vatnsveitunnar verði skipaður starfshópur sem á að yfirfara samþykktir og gjaldskrá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps.

6.Yfirlit frá veitustjóra

2005018

Upplýsingar úr daglegum rekstri veitunnar.
THT fór yfir stöðu og daglegan rekstur veitunnar. Nokkuð er um að brynningar standist ekki kröfur veitunnar um endabúnað.

Veitustjórn hvetur notendur til ábyrgrar notkunar á vatni.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?