3. fundur 29. mars 2023 kl. 15:00 - 17:00 á Laugalandi
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Þráinn Ingólfsson aðalmaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Tómas Haukur Tómasson embættismaður
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Tómas Haukur Tómasson embættismaður
Lagt var til að bæta dagskrálið um staðfestingu framkvæmdastjóra sem fyrsta lið á dagskrá. Færast aðrir liðir til sem því nemur.

Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir liðum 2-3.

1.Staðfesting á framkvæmdastjóra

2303087

Tillaga um að sveitarstjóri Rangárþings ytra Jón G Valgeirsson verði framkvæmdastjóri Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs. kjörtímabilið 2022-2026

Samþykkt samhljóða.

2.Gjaldskrá Vatnsveitu 2022.

2209085

Farið var yfir gjaldskrá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps.

Lagt er til að farið verði í endurskoðun gjaldskrár

Sveitastjórum og forstöðumanni Eigna- og framkvæmdasviðs falið að vinna það og leggja fram tillögu á næsta fundi stjórnar.

Samþykkt samhljóða.

3.Ársreikningur Vatnsveitu 2022

2303067

Kynntar niðurstöður ársreiknings ársins 2022.
Kynntur var endurskoðaður ársreikningur Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs. að viðbættri skýringu fyrir árið 2022. Rekstraniðurstaða veitunnar var neikvæð um 0,8 milljónir.
Fjárfesting ársins var 22,7 millj.

Ársreikningur 2022 var borinn undir atkvæði til samþykktar og var samþykktur samhljóða og áritaður.

4.Fjárfesting Vatnsveitu Rangárþings y. og Ásahrepps 2023

2303068

Farið yfir stöðu framkvæmda ársins 2023
THT fór yfir stöðu framkvæmda við nýlögn frá Suðulandsvegi niður Bugaveg og frá Bjólu niður með Þykkvabæjarvegi.
Stjórnin leggur til að gerð verði verðkönnun hjá 3-5 aðilum til að sjóða saman lögn og plægja niður. Vatnsveita Ranárþings ytra og Ásahrepps leggur til lagnaefni í þessa framkvæmd.

Samþykkt samhljóða.

5.Málefni vatnsbóla og dæluhúsa

2303069

Tekið fyrir erindi eigenda Maríuvalla varðandi aðkomu að vatnsbóli í Traðarholti.

Sveitastjóra og/eða THT falið að ræða við viðkomandi.

Samþykkt samhljóða.

6.Yfirlit frá veitustjóra

2005018

THT fór yfir stöðu daglegs reksturs veitunnar. Vatnstankurinn í Fögrubrekku hefur sannað gildi sitt og hefur ekki orðið vatnsþurrð hjá notendum í vetur þrátt fyrir nokkuð meiri notkun.

Stjórn Vatnsveitunnar hvetur notendur til að fylgjast með lekum og óheftu vatnsstreymi nú þegar frosti linnir.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?