17. fundur 04. september 2015 kl. 08:30 - 08:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Ágúst Sigurðsson
  • Nanna Jónsdóttir
  • Egill Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson

1.Endurskoðun samninga Rangárþings ytra og Ásahrepps

1412028

Tímaplön næstu skrefa viðræðna og endurskoðunar
Kynning og umræður fóru fram í vikunni í stjórn Lundar og í fræðslunefnd. Drög að samþykktum fyrir byggðasamlög um Lund og fræðslumál fengu góðar viðtökur á báðum stöðum.



Farið var yfir tímaplön næstu skrefa í verkefninu.



Tillaga að næstu skrefum:



Í september þarf að vinna með endurskoðun samþykkta fyrir Vatnsveitu Ásahrepps og Rangárþings ytra bs og Húsakynni bs og hitta stjórnir þeirra. Í september þarf einnig að halda kynningu fyrir starfsfólki viðkomandi stofnana.



Í október þarf að gera ráð fyrir íbúafundum í báðum sveitarfélögum með kynningum á öllum verkefnum.



Í október þarf síðan að boða til fundar í samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps þar sem endurskoðaðir og nýir samningar eru teknir til afgreiðslu.



Í nóvember kemur málið síðan fyrir sitthvora sveitarstjórnina til staðfestingar og afgreiðslu. Jafnframt þarf að undirbúa uppfærslu á samþykktum sveitarfélaganna sem kæmu til fyrri og seinni umræðu samhliða fjárhasáætlunum næsta árs í nóvember og desember.



Lokaskrefið er síðan í desember með formlegri undirritun samninga.



Viðræðunefnd óskar eftir því að fá áframhaldandi umboð til næstu áramóta.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?