21. fundur 26. október 2015 kl. 10:00 - 13:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Ágúst Sigurðsson
  • Nanna Jónsdóttir
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Egill Sigurðsson var forfallaður. Sesselja Árnadóttir lögfræðingur var þátttakandi í fundinum í gegnum síma í lið 1. Reynir Daníel Gunnarsson verkefnisstjóri sat einnig fundinn.

1.Endurskoðun samninga Rangárþings ytra og Ásahrepps

1412028

Áfangaskýrsla II með fylgiskjölum
Farið var í gegnum þau atriði sem útaf standa hvað varðar texta um samþykktir byggðasamlaganna nú eftir að Sesselja Árnadóttir lögfræðingur hefur lesið þá yfir. Sveitarstjórum falið að ganga frá tillögum um texta byggðasamlaganna og rammasamkomulags í samræmi við umræður á fundinum.



Ákveðið að leggja til að haldinn verði sameiginlegur íbúafundur á laugardaginn kemur þann 31. október í Menningarhúsinu á Hellu.

2.Umræður og fyrirspurnir um stefnu sveitarstjórnar í skólamálum 14102015

1510047

Frá sveitarstjórnarfundi Ry 14102015
Eftirfarandi umræðupunktum var vísað til viðræðunefndarinnar:



1. Hver er ætlaður fjárhagslegur ávinningur RY að sameiginlegu byggðasamlagi með Ásahrepp um leik- og grunnskóla?



2. Hver er ætlaður faglegur ávinningur nemenda Rangárþings ytra að sameiginlegu byggðasamlagi með Ásahrepp um leik- og grunnskóla?



3. Hver er ætlaður félagslegur ávinningur nemenda Rangárþings ytra að sameiginlegu byggðasamlagi með Ásahrepp um leik- og grunnskóla?



Umfjöllun viðræðunefndar:

Í starfi viðræðunefndarinnar hefur það verið haft að leiðarljósi að mögulegur fjárhagslegur ávinningur af breyttu fyrirkomulagi myndi fyrst og fremst verða nýttur til eflingar fræðslustarfsins. Allar líkur er til þess að kostnaður við utanumhald, bókhald og endurskoðun muni minnka en erfitt er að greina nákvæmlaga annan sparnað á þessu stigi. Tíminn verður að leiða það betur í ljós.



Með stofnun byggðasamlags um rekstur leik- og grunnskóla er ætlunin að skapist aukin fagleg umræða um skólaþróun í sveitarfélaginu og stefnumótun í skólamálum í öllum leik- og grunnskólum sveitarfélagsins. Í nýjum aðalnámskrám leik- og grunnskóla eru boðaðar veigamiklar breytingar bæði hvað varðar innra starf og námsmat. Þessar breytingar kalla á mikla faglega umræðu og skýra sameiginlega sýn þeirra sérfræðinga í sveitarfélaginu sem bera ábyrgð á að framfylgja breyttri hugmyndafræði. Því er mikilvægt að allir sérfræðingar sem annast uppeldi og menntun barna og ungmenna í sveitarfélaginu líti á það sem sitt sameiginlega verkefni að vinna að þessum breytingum með hagsmuni nemenda í huga.

Gert er ráð fyrir að foreldrar hafi mögulegt val um leik- og grunnskóla innan sveitarfélagsins. Í þeim efnum er eingöngu horft til hagsmuna barna og ungmenna.



Börn og ungmenni í Rangárþingi ytra eru í tveimur leikskólum og tveimur grunnskólum. Hvað varðar grunnskólanemendur getur aukin samræming og samvinna leitt til meiri fjölbreytni í félags- og íþróttastarfi og skapað svigrúm til samveru og samvinnu í tómstundum barna og ungmenna. Vel má hugsa sér tengingu við íþróttafélögin og tenginu skólaaksturs við íþrótta- og tómstundastarf. Í fjölmennari hópum eru auknar líkur á að hver einstaklingur finni sér félaga og vin og auki þar með lífsgæði sín.

Fundi slitið - kl. 13:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?