1. fundur 30. janúar 2015 kl. 09:00 - 11:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Ágúst Sigurðsson
  • Nanna Jónsdóttir
  • Egill Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson

1.Endurskoðun samninga Rangárþings ytra og Ásahrepps

1412028

Þeir samningar sem kynntir voru á fundi samráðsnefndar fyrir jól
Farið var yfir þá samninga sem eru í gildi milli sveitarfélaganna. Um er að ræða eftirtalið:1.1. Samþykkt fyrir menningarmiðstöð á Laugalandi og samþykkt fyrir rekstur sameiginlegra stofnana og eigna Rangárþings ytra og Ásahrepps á Laugalandi.

Hér vantar að finna eldri skjöl frá stofnun skólans. Fá þarf sameiginlega endurskoðendur sveitarfélaganna (KPMG) í greiningarvinnu. ÁS falið að hafa samband við KPMG.1.2 Samningur um tilhögun stjórnsýslu Holtamannaafréttar.

Hér virðast vera möguleikar til að einfalda hlutina, fjallskilanefnd og sú nefnd sem tilgreind er í þessu plaggi gætu verið ein og sama nefndin þannig að þegar fjallskilamál eru til umfjöllunar þá kæmu fleiri til skjalanna.1.3 Samningur vegna Dvalarheimilis á Lundi.

Kanna þarf með skjöl hjá forstöðumanni Lundar, hvort séu til einhver nýrri gögn en frá 1974. ÁS falið að hafa samband við forstöðumann.1.4 Samþykktir fyrir Byggðasamlagið Húsakynni.

Þarf að ákveða með framtíð, fara ofan í fjárhag o.þ.h. skerpa á því hvaða eignir og hverskonar eigi að vera í eigu félagsins. Eignarhlutur sveitarfélaganna er í hlutfalli við íbúafjölda.1.5 Stofnsamningur um sameiginlegan rekstur vatnsveitu: Tiltölulega nýyfirfarinn samningur, frá 2006. Hins vegar er komið að verulegu átaki í viðhaldi á vatnsveitunni sem huga þarf að. Viðhaldsáætlun þarf að vinna og eins að huga að mælavæðingu.1.6 Gámastöð við Landvegamót.

Hér er ekki að finna sérstaka samþykkt svo vitað sé.

2.Verkáætlun viðræðunefndar

1501066

Áætlun um verklag, verkaskiptingu, fundadaga og umræðuefni
Rætt var um skipulag verkefnisins. Sett var upp eftirfarandi áætlun um verklag og fundadaga:2.1 Kostnaði vegna aðkeyptrar þjónustu nefndarinnar verður skipt í hlutföllunum 1/3 Ásahreppur og 2/3 Rangárþing ytra.2.2 Ákveðið að ÁS starfi sem formaður nefndarinnar, boði til funda, sendi út gögn og riti fundargerð.2.3 Áætlað að funda á þriðjudagsmorgnum kl. 8:30, næsti fundur ákveðinn þriðjudaginn 17. febrúar (Sprengidagur) í Miðjunni. Á næsta fund þar á eftir, 24 febrúar, verði forstöðumenn sameiginlegra verkefna boðaðir til viðtals.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt

Fundi slitið - kl. 11:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?