5. fundur 10. mars 2015 kl. 08:30 - 11:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Ágúst Sigurðsson
  • Nanna Jónsdóttir
  • Egill Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Ingvar Pétur Guðbjörnsson stjórnarformaður Húsakynna bs var með á símalínu undir lið 1 og einnig Guðmundur Einarsson í Fannberg.

1.Endurskoðun samninga Rangárþings ytra og Ásahrepps

1412028

Yfirferð á rekstri og skipulagi Húsakynna bs
IPG og GE fóru yfir rekstur Húsakynna bs. Þær eignir sem boðnar hafa verið til sölu að undanförnu hafa selst. Rætt um kosti og galla þess að færa fleiri eignir inn í byggðasamlagið. Jafnfram þyrfti að meta hvernig uppgjör liti út ef byggðasamlaginu yrði slitið. Talið frekar líklegt að einhver afgangur yrði. Mikilvægt að skoða þetta í samráði við KPMG.

2.Rammasamningur Ásahrepps og Rangárþings ytra

1503019

Fyrstu drög
Farið var yfir frumdrög að rammasamningi sveitarfélaganna. Nefndarmenn munu vinna áfram í drögunum í samræmi við umræður á fundinum.

3.Verkáætlun viðræðunefndar

1501066

Áætlun um fundadaga, umræðuefni og verklag.
Stefnt er að næsta fundi föstudaginn 13. mars kl 8:30 í Miðjunni. ÁS falið að kanna stöðu hjá KPMG varðandi minnisblað.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?