11. fundur 09. apríl 2015 kl. 15:00 - 15:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Ágúst Sigurðsson
  • Nanna Jónsdóttir
  • Egill Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson

1.Viðræðunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 9

1503009

Fundargerðin samþykkt og undirrituð.

2.Viðræðunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 10

1504002

Fundargerðin samþykkt og undirrituð.

3.Endurskoðun samninga Rangárþings ytra og Ásahrepps

1412028

Land á Lauglandi (Nefsholt II)
Farið var yfir gögn um jörðina Nefsholt II og land Laugalandsskóla. Ljóst er að Laugalandsskóli á 3 ha. lands úr landi Nefsholts II sem er að öðru leyti í eigu Rangárþings ytra.

4.Áfangaskýrsla um útfærslu verkefna

1503048

Í drögum
Lokið við áfangaskýrslu sem verður nú kynnt sveitarstjórnum beggja sveitarfélaga ásamt neðangreindum tillögum:Viðræðunefndin leggur til að haldinn verði sameiginlegur opinn íbúafundur þar sem fram færi kynning á vinnu viðræðunefndarinnar og umræður um útfærslu verkefna. Einnig gæfist þar kostur á að svara þeim spurningum sem helst brenna á íbúum varðandi framtíðarfyrirkomulag hinna sameiginlegu verkefna. Lagt er til að þessi fundur verði haldinn laugardaginn 9 maí n.k. kl 11:00-14:00 í Íþróttamiðstöðinni á Laugalandi. Auk fulltrúa úr viðræðunefndinni verði sérfræðingar KPMG á sviði endurskoðunar og sveitarstjórnarlaga með framsögu.Jafnframt er lagt til að nefndinni verði falið að starfa áfram. Í næsta áfanga verði farið nákvæmar ofan í kostnað við mismunandi útfærslur auk frekari greininga (t.d. SVÓT). Jafnframt telur nefndin mikilvægt á þessum tímapunkti að kalla að verkinu sérstakan verkefnastjóra. Nefndinni verði falið að tilnefna verkefnisstjóra til verksins og leggja fram kostnaðaráætlun á næsta fundi sveitarstjórnanna. Niðurstöður þessa áfanga skulu liggja fyrir í lok júnímánaðar 2015.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?