1. fundur 28. október 2015 kl. 12:30 - 14:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson
  • Anna G. Sverrisdóttir
  • Ólafur A. Jónsson
  • Ólafur Örn Haraldsson
  • Stefán Thors
  • Kristinn Guðnason
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Gísli Gíslason
  • Haraldur Birgir Haraldsson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings ytra
Steindór Tómasson boðaði forföll.
Anna G. Sverrisdóttir er stödd á Akureyri og er viðstödd fundinn í gegnum síma.
Gísli Gíslason, ráðgjafi og eigandi Steinsholts, kynnir niðurstöðu samkeppninnar.

1.Landmannalaugar hugmyndasamkeppni 2014

1510069

Hugmyndasamkeppni í tengslum við áform um deiliskipulag fyrir Landmannalaugar. Lögð eru fram gögn frá úrslitum samkeppninnar.
Samkeppnisgögn og vinningstillaga kynnt. Fram kom að heimilt er að nýta góðar hugmyndir úr öðrum tillögum en unnið skal á grundvelli verðlaunatillögu eins og til var ætlast í upphafi.

2.Landmannalaugar starfs- og tímaáætlun vegna deiliskipulags

1510070

Rangárþing ytra hefur samþykkt að hefja vinnu við deiliskipulag í Landmannalaugum. Tekin fyrir drög að starfs- og tímaáætlun fyrir verkefnið
Fundarmenn urðu ásáttir um að hafa fasta fundartíma, mánaðarlega. Lagt var til að fundað yrði á miðvikudögum og þá fyrir hádegi. Næsti fundur yrði þá dagsettur þann 18. nóvember nk. í Reykjavík klukkan 9.00 og fundarstaður ákveðinn síðar. Fundarstaður yrði annars ákveðinn hverju sinni.

Reiknað verði með að deiliskipulagið taki allt að einu ári í ferli.

3.Landmannalaugar Fjármögnun deiliskipulags 2015

1510071

Rangárþing ytra hefur samþykkt að hefja vinnu við deiliskipulag í Landmannalaugum. Tekið saman með hvaða hætti fjármögnun verkefnisins verður
Sótt hefur verið um 12 milljónir til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða til undirbúngings deiliskipulagsins.

4.Landmannalaugar, samningur við vinningshafa

1510072

Rangárþing ytra hefur samþykkt að hefja vinnu við deiliskipulag í Landmannalaugum. Í afstaðinni samkeppni var ákveðið að samið yrði við vinningshafa um aðgengi að gögnum vinningstillögunnar.
Fundarmenn eru sammála um að Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri skuli ganga til viðræðu við vinningshafa um þeirra aðkomu.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?