3. fundur 18. desember 2015 kl. 10:00 - 13:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson
  • Anna G. Sverrisdóttir
  • Ólafur A. Jónsson
  • Ólafur Örn Haraldsson
  • Kristinn Guðnason
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson
  • Aðalheiður E. Kristjánsdóttir
  • Anna Sigríður Jóhannsdóttir
  • Áslaug Traustadóttir
  • Margrét Ólafsdóttir
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Landmannalaugar starfs- og tímaáætlun vegna deiliskipulags

1510070

Rangárþing ytra hefur samþykkt að hefja vinnu við deiliskipulag í Landmannalaugum. Farið yfir starfs- og tímaáætlun.
Lögð voru fram drög að samningi um gerð deiliskipulags. Ákveðið var að Ágúst og Birgir myndu setjast yfir drögin og ganga frá samningi við vinningshafa.

2.Landmannalaugar, Uppbygging grunnaðstöðu

1512019

Rangárþing ytra vinnur að gerð deiliskipulags fyrir Landmannalaugar. Farið yfir uppbyggingu grunnaðstöðu.
Til að samræming fáist í gerð tillagna að uppbyggingu þurfa aðilar að koma sínum hugmyndum fram og málin að ræðast. Fulltrúar frá Landmótun og VA-arkitektum byrjuðu það ferli með því að kynna hugmyndir sínar sem lagðar voru fram sem grundvöllur vinningstillögunnar. Kom fram í þeirra kynningu að umræddar áreyrar í Landmannalaugum séu stærstu líparít áreyrar í Evrópu. Jafnframt kom fram í forskoðun þeirra að afar áberandi var hversu margir bílar voru á svæðinu og svæðið oft eins og á bílasölu.

Koma þarf bílum af svæðinu og á þar til gerð stæði, annars vegar sunnan við Sólvang og hins vegar við Námskvíslina. Breiður og góður göngustígur tengi saman bæði svæðin, ásamt að stígur verði lagður frá bílastæðum við Námskvísl að laugasvæðinu og skála Ferðafélagsins.

Skoða þarf betur snjóálag við Námskvíslina.

Sýndar voru sjónlínur frá laugasvæðinu og kom fram að núverandi varnargarður mætti endurskoðast m.t.t. varna. Að sögn Ólafs Arnar var garðurinn fjármagnaður af Ferðafélagi Íslands. Gera þarf þarfagreiningu á varnargörðum á svæðinu. Veðurstofa Íslands hefur haft með vatnamælingar að gera í Laugunum og þyrfti að óska eftir niðurstöðum frá þeim við frekari hönnun á svæðinu m.t.t. varna og staðsetningar á mannvirkjum.

Styrkja þarf gróðurvernd á svæðinu með góðum stígum og stýringu á styttri leiðum um svæðið.

Byggingar eiga að vera léttar og þannig gerðar að auðvelt verði að fjarlægja þær. Sýndar voru hugmyndir um innra útlit húsa og skipulag í nágrenni þeirra.

Fundi slitið - kl. 13:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?