5. fundur 08. mars 2016 kl. 10:00 - 12:00 að Borgartúni 6 í Reykjavík
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Anna Sigríður Jóhannsdóttir
  • Anna G. Sverrisdóttir
  • Ólafur A. Jónsson
  • Ólafur Örn Haraldsson
  • Kristinn Guðnason
  • Aðalheiður E. Kristjánsdóttir
  • Margrét Ólafsdóttir
  • Jón Björnsson
  • Ágúst Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri

1.Landmannalaugar, Uppbygging grunnaðstöðu

1512019

Þarfagreining vegna grunnaðstöðu skv. framtíðarskipulagi.
ASJ hjá VA-arkítektum lagði fram grunnskjal þarfagreiningar vegna framtíðaruppbyggingar. Hópurinn ræddi ýmsar grunnstærðir varðandi fjölda ferðamanna og starfsmanna, stöðu þekkingar um þolmörk svæðisins og mögulega dreifingu álags innan þess. Ákveðið að kalla strax eftir frekari ábendingum frá öllum í vinnuhópnum varðandi þau atriði sem sett eru fram í grunnskjalinu. Jafnframt verði farið betur yfir þann hámarks-gestafjölda sem vinningstillagan ræður við og skoðað hvort bæta megi við þekkingargrunninn varðandi álagstoppa með skipulegri gagnasöfnun í Landmannalaugum nú í sumar.

2.Skipulag í Landmannalaugum og FÍ

1603015

Atriði til umfjöllunar
Lögð fram samantekt með áhersluatriðum gagnvart núverandi starfsemi í Landmannalaugum sem taka þarf afstöðu til. Eftir gagnlegar umræður var gengið frá útfærslu þessara atriða sem vinnuhópurinn er ásáttur um að leggja til grundvallar í skipulagsvinnunni.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?