6. fundur 09. júní 2016 kl. 09:30 - 11:45 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson
  • Anna G. Sverrisdóttir
  • Ólafur Örn Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson
  • Anna Sigríður Jóhannsdóttir
  • Margrét Ólafsdóttir
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Landmannalaugar, deiliskipulag

1310038

Rangárþing ytra stefnir að gerð deiliskipulags fyrir Landmannalaugar. Vinnu við þarfagreiningu framhaldið.
1.
FRUMATHUGUN ÞARFAGREININGAR
1.1.
FORATHUGUN
1.1.1.
Núverandi aðstaða
1.1.2.
Þarfir og úrbætur.
1.1.3.
Lausnir til framtíðar. (Hvernig má leysa þarfirnar til næstu framtíðar í hverju felast lausnirnar).
1.1.4.
Þróunarmöguleikar
Farið var yfir helstu áhersluatriði í þarfagreiningu. Anna Sigríður skírði frá viðbrögðum ferðaþjónustuaðila og leiðsögumenn í Landmannalaugaum í könnun sem sett var af stað vegna vinnu við þarfagreiningu. 15 spurningar voru lagðar fyrir og var farið yfir svör þátttakenda. Framlagðar skýrslur eru hluti af fundargerð.

Aðrir áhersluþættir sem ræddir voru:

Ákveðið var að kanna möguleika á stækkun tjaldsvæðis við Námshraunið í allt að 10.000 m².

Ekki er vilji til að byggð verði nýtísku hótel á svæðinu heldur ætti frekar að uppfæra skálagistingu til betri vegar.

Mikil krafa virðist vera gerð um fjölbreyttari gistingu, svo sem í tjöldum, í camperum og í skálum.

Aðstaða Hálendisvaktar þarf að vera utan við gistisvæðið vegna ónæðis. Staðsetning þarf þó að vera vel sýnilega gestum svæðisins.

Varðandi orkumálin að þá kom fram að ekki er raunhæft að rafvæða svæðið með gerð orkuvirkjunar úr heita vatninu. Það yrði of dýrt ásamt því að vatnið er ekki nægilega heitt til þess. Einnig skapast veruleg umhverfismengun af gufublæstri og slíku.

Einfaldast yrði að leiða rafmagn að svæðinu frá nærliggjandi orkuverum t.d. Snjóöldu eða Sigöldu og mun það verða skoðað betur og þá samhliða með lagningu ljósleiðara í huga.

Heitavatnsöflun yrði gerð með leiðslum frá heitum lindum, þar sem leiðslur yrðu grafnar í jörð eða plægðar. Svo yrði einnig um neysluvatn.

Í samkeppnislýsingu var gert ráð fyrir hestagerði norðan við Námshraunið, ofan vegar. Skoða þarf hvort ekki sé ákjósanlegra að færa gerðið neðan við veginn.

Skilyrða þarf við hönnun á gistiskálum að salerni verði í hverjum og einum þeirra í stað þess að þau verði í séraðstöðu utan skálanna.

Spurning kom upp hvort ekki þyrfti að reikna með að rafmagnsbílar gætu komist á staðinn og fengið hleðslu. Þetta þyrfti að skoða betur í tengslum við rafmagnsþörf svæðisins.

Næstu skref:

Kynna á lýsingu skipulagsverkefnisins í júlí. Eftir að lýsing hefur verið birt verður haldinn opinn kynningarfundur þar sem skipulagsáform verða kynnt öllum áhugasömum og hagsmunaaðilum.

Áformað er að tillaga verði lögð fram í sveitarstjórn og samþykkt til auglýsingar á septemberfundi.

Fleira ekki gert

Fundi slitið - kl. 11:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?