Byggðasamlagið Oddi bs.

Gjaldskrá 2023

A. Gjaldskrá fyrir þjónustu 2023

Leikskólar:
Vistunargjald fyrir hverja klst kr. 2.302
Mánaðargjald 8 tíma vistun kr. 18.420
Hádegismatur kr. 6.447
Morgunverður kr. 2.266
Síðdegishressing kr. 2.266
Mánðargjald fyrir 8 tíma vistun m. fæði kr. 29.400

Skóladagheimili:
Mánaðargjald 4 dagar: 5.514
Mánaðargjald 5 dagar: 9.791

Skólamötuneyti:
Gjald pr. máltíð kr. 457
Mánaðargjald m.v. 4 daga í viku kr. 7.899
Mánaðargjald m.v. 5 daga í viku kr. 9.876
Starfsmenn gjald pr. máltíð kr. 648
Hádegisverður pr. skipti selt út 1.714
Kaffikostnaður pr. skipti selt út 1.714

Bókasöfn:
Árgjald á heimili 1.500

B. Gjaldskrárreglur, afslættir og álag fyrir þjónustuna

Leikskólar:
• Lágmarksvistunartími er 4 klst á dag.
• Álag á vistunargjald umfram 8 klst er 20%
• Gjald fyrir börn í aðlögun er það sama og dvalargjald.

Veittir eru afslættir af vistunargjöldum sem hér segir:
• Systkinaafsláttur er 50% af vistunargjaldi.
• Einstæðir foreldrar 15%
• Foreldrar í fullu námi 15%
• Foreldri öryrki 15%

Afslættir reiknast eingöngu af vistunargjöldum og hver greiðandi getur einungis fengið afslátt skv. einum af ofangreindum afsláttarliðum.

Ekki eru veittir afslættir af mat og hressingu og ekki er dregið frá fæðiskostnaði vegna tilfallandi fjarveru úr skólanum sem varir skemur en viku samfellt.

Til að öðlast rétt til afsláttar þarf að framvísa eftirtöldum viðurkenndum vottorðum/staðfestingum:

Einstæðir foreldrar framvísa vottorði um fjölskylduhagi frá Þjóðskrá, sem sækja má á skrifstofu Rangárþings ytra á Suðurlandsvegi 1 á Hellu. Vottorðinu skal skila til leikskólastjóra í upphafi hvers skólaárs (september) að öðrum kosti fellur afsláttur niður.

Foreldrar í námi skila staðfestingu á skólavist í upphafi skólaárs. Aðeins er veittur afsláttur ef foreldri er í fullu námi. Fullt nám er skilgreint með sama hætti og Lánasjóður íslenskra námsmanna gerir (þ.e. 60 ECTS einingar á önn).

Innheimt er lægra gjald frá þeim degi sem vottorði er skilað til leikskólastjóra. Afsláttur er ekki veittur afturvirkt.

Álag er reiknað á vistunargjöld sem hér segir:

• Greitt er sérstaklega fyrir vistun umfram umsaminn vistunartíma (barn kemur fyrr eða er sótt seinna). Er þá greitt vistunargjald með 20% álagi per klst. (nú 2.302+20%=2.862). En að lágmarki er greitt fyrir ¼ klst. (nú 2.862/4=715 kr).
• Aukagjald ef barn er sótt of seint er samsvarandi gjaldi fyrir ¼ klst (nú 715 kr) í hvert skipti. 
• Fyrir börn með lögheimili í öðrum sveitarfélögum en aðildarsveitarfélögum Odda bs greiðist skv. viðmiðunargjaldskrá Sambands Íslenskra Sveitarfélaga.

Skóladagheimili:

• Skóladagheimilið er starfrækt frá 15-16 mánudaga-fimmtudaga og 12-16 föstudaga.
• Systkinaafsláttur er 50% af vistunargjaldi.
• Síðdegishressing er innifalin í gjaldinu.
• Heimilt er að innheimta 4 klst aukalega ef barn er sótt of seint.

Skólamötuneyti:

• Gjald fyrir skólamötuneyti er innheimt hjá foreldrum þeirra nemenda sem nýta þjónustu mötuneytisins fyrir hvern dag sem skólinn starfar skv. stundaskrá.
• Ekki er dregið frá vegna tilfallandi fjarveru úr skólanum sem varir skemur en viku samfellt. Ef um lengri fjarveru er að ræða, vegna veikinda eða annarra orsaka, skal framvísa vottorði um það og verður gjaldið þá fellt niður fyrir þann tíma.

Gjaldskráin tekur gildi 1. janúar 2023.

Hér er hægt að nálgast gjaldskránna sem pdf.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?