Íbúum og fyrirtækjum í Rangárþingi ytra stendur til boða að geyma á geymslusvæði Þjónustumiðstöðvar Rangárþings ytra v/ Langasand, gáma, vélar og aðra muni.

Verðskrá:

Lágmarksgjald fyrir geymslu á svæðinu fyrir svæði allt að 15 m2 er 1.275 kr á mánuði m./vsk.

Fermetragjald fyrir leigusvæði umfram 15 m2 er kr. 83 m vsk.

Gjalddagar, vanskil:

Geymslugjald verður innheimt eftirá tvisvar á ári, gjalddagar eru 1. júlí fyrir tímabilið janúar - júní
og 31. desember fyrir tímabilið júlí – desember.

Við uppsögn leigutaka á leigusamningi greiðist það gjald sem áfallið er frá síðasta gjalddaga.

Verði vanskil á geymslugjaldi hefur Þjónustumiðstöð Rangárþings ytra haldsrétt á þeim munum sem
vanskil stafa af.

Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga greiðist geymslugjaldið ekki á eindaga.

Skilmálar:

Gera skal samning við hvern og einn leigutaka þar sem eftirfarandi atriði koma fram:

Engin ábyrgð er tekin á tjóni sem munir kunna að verða fyrir á geymslusvæðinu

Munir eru geymdir utanhúss.

Engin starfsemi má fara fram á geymslusvæðinu.

Aðgengi að geymdum munum er aðeins á opnunartíma Þjónustumiðstöðvar Rangárþings ytra.

Stærðin á svæði sem tekið er á leigu afmarkast af ystu punktum á ferhyrndu svæði ef það sem geyma
á er óreglulegt í laginu.

Munir verða aðeins afhentir umráðamanni sem tilgreindur er í samningi eða umboðsmanni skv. skriflegu umboði.

Samþykkt af sveitarstjórn Rangárþings ytra í desember 2022

Hér má nálgast gjaldskránna sem pdf.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?