Gjaldskrá vegna heimaþjónustu

Gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu

Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu á svæði félagsþjónustunnar er gerð á grundvelli 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og 25. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999.

1. gr.

Gjöld fyrir félagslega heimaþjónustu eru tekjutengd og eru gjaldflokkarnir fjórir. Ákvörðun gjaldflokks miðar við allar skattskyrldar tekjur þ.m.t. fjármagnstekjur eins og þær eru samkvæmt skattframtali.

Viðmiðunartekjur í gjaldskrá eru reiknaðar út samkvæmt lífeyrisgreiðslum Tryggingarstofnunar ríkisins í janúar 2017:

Tekjumörk einstaklings á ári             Tekjumörk hjóna á ári                                             Gjald á klst

Undir 3.372.600                                   undir 4.215.750                                              0.-

Milli 3.372.600 – 4.721.640              milli 4.215.751 – 5.902.050                       520.-

Milli 4.721.641 – 5.733.420              milli 5.902.051 – 7.166.775                       780.-

Yfir 5.733.420                                       yfir 7.166.775                                              1.040.-

2. gr

Notandi heimaþjónustu greiðir fyrir þrif á heimili en önnur félagsleg heimaþjónusta þ.e. umönnunarþjónusta og félagslegur stuðningur er gjaldfrjáls.

3. gr.

Ákvörðun um synjun á lækkun eða niðurfellingu greiðslu vegna heimaþjónustu má skjóta til félagsmálanefndar og skal það gert innan fjögurra vikna frá niðurstöðu meðferðarfundar. Niðurstöðu félagsmálanefndar er hægt að skjóta til úrskurðarnefndar Velferðarmála og skal það gert eigi síðar en þremur mánuðum frá því að umsækjanda barst niðurstaða félagsmálanefndar.

4. gr.

Gjaldskrá er endurskoðuð í upphafi hvers árs. Kostnaður notanda er tengdur vísitölu neysluverðs.

5. gr.

Reglur þessar eru samþykktar af félagsmálanefnd Rangárvalla – og Vestur Skaftafellssýslu þann 27.02. 2017 og öðlast gildi við staðfestingu sveitarstjórna.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?