Gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.


1. gr.

Útreikningar á fjárhæðum gjaldskrár miðast við hlutfall kostnaðar, stærð húsnæðis og verkmagn skv. þjónustusamningi þjónustuþega vegna félagslegrar heimaþjónustu. Hvert skipti veittrar þjónustu er allt að 3 klst.
Gjaldflokkar eru þrír og eru eftirfarandi:

Gjaldflokkur 0. - Kr. 0 /skipti.

Undanþegnir gjaldskyldu eru þeir þjónustuþegar sem hafa eingöngu lágmarksframfærslu Tryggingastofnunar ríkisins eins og hún er ákvörðuð hverju sinni.
Þeir sem telja sig vera undanþegna gjaldskyldu skv. þessari grein þurfa að skila inn upplýsingum um allar tekjur þ.m.t. fjármagnstekjur.


Gjaldflokkur I - Kr. 1500 kr. skipti.

Húsnæði 150 fm. og minna. Þrif á gólfum og baðherbergjum og önnur verkefni skv. þjónustumati.

Gjaldflokkur II - Kr. 2500 kr. skipti.

Húsnæði stærra en 150 fm. Þrif á gólfum og baðherbergjum og önnur verkefni skv. þjónustumati.
Gjaldflokkar miðast við greiðslur elli- og örorkulífeyrisþega. Aðrir þjónustuþegar greiða 20% hærra gjald.
Hámarksgreiðslur þjónustuþega á mánuði eru samtals kr. 24.000 kr. á mánuði.

2. gr.

Gjald vegna heimsendingar matar er tvískipt. Fyrir mat eru greiddar 550 kr. og fyrir akstur með mat heim 200 kr. skiptið

3. gr.

Félagsmálanefnd Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu er heimilt, í undantekningartilvikum, að ákvarða lækkun eða niðurfellingu gjalds. Skal þá tekið tillit til fjárhags- og/eða félagslegra aðstæðna. Sækja skal um slíka undanþágu skriflega til félagsmálastjóra eða deildarstjóra félagslegrar heimaþjónustu sem leggur málið fyrir félagsmálanefnd.

4. gr.

Gjaldskrá þessi er sett með heimild lögum um félagsþjónustu sveitarfélga nr. 40/1991 og lögum um málefni aldraðra nr. 152/1999.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?