Gjaldskrá vegna heimaþjónustu

Gjaldskrá heimaþjónustu 2016

Byggt á grundvelli 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og 25. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999.


Gjaldskylda fyrir félagslega heimaþjónustu tekur mið af eftirfarandi tekjuþrepum.

 • Undanþegnir eru þeir þjónustuþegar sem eingöngu hafa tekjur frá Tryggingastofnun Ríkisins (ellilífeyri, örorkulífeyri, tekjutryggingu og heimilisuppbót) eða hafa tekjur undir eða allt að 198.157 kr.  Viðmiðunartekjur fyrir hjón eða sambýlisfólk með sameiginlegan fjárhag eru þær sömu, margfaldaðar með 1,6 eða 317.051 kr. Félagsmálanefnd endurskoðar tekjumörk gjaldskrárinnar í janúar ár hvert í samræmi við bætur almannatrygginga, þannig geta tekjumörkin tekið breytingum ef nefndin ákveður svo. - Í útreikningum er tekið tillit til heildartekna, þar með eru taldar fjármagnstekjur.
 • Heimaþjónusta umfram 20 tíma á mánuði er gjaldfrjáls.
 • Hægt er að sækja um lækkun eða niðurfellingu gjalds til Félagsþjónustunanr sem síðan leggur umsóknina fyrir félagsmálanefnd til afgreiðslu.
 • Ákvörðun um synjun á lækkun eða niðurfellingu gjalds má skjóta til úrskurðarnefndar félagsþjónustu Hafnarhúisnu v. Tryggvagötu, 150 - Reykjavík. Skal það gert innan þriggja mánaða frá því að synjun berst.

Gjaldskráin skiptist í þrjá flokka með tilliti til tekjumarka:
Tekjumörk einstaklinga sem búa einir:

 • Tekjur allt að 198.157 kr. á mánuði 0 kr. klst.
 • Á bilinu 198.157 kr. til 264.209 kr.  á mánuði 510 kr. klst.
 • Á bilinu 264.209 kr. til 330.261 kr. á mánuði 765 kr. klst.
 • Yfir 330.261 kr. á mánuði 1020 kr. klst.

Tekjumörk hjóna/ sambýlisfólks:

 • Tekjur allt að 317.051 kr. á mánuði 0 kr. klst.
 • Á bilinu 317.051 kr. til 396.313 kr. á mánuði 510 kr. klst.
 • Á bilinu 396.313 kr. til 475.575 kr. á mánuði 765 kr. klst.
 • Yfir 475.576 kr. á mánuði 1020 kr. klst.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?