Uppreiknuð gjaldskrá miðað við 1.1.2023 

Gjaldskrá Rangárljósa
við allar tölur bætist VSK
1.1.2023
Vísitala 564,6
   
Áskriftargjald 2.956
Breytingargjald 3.869
Tengigjald 246.860
Leigugj. 1 þráður 6.814
Leigugj. 2 þræðir 8.517
Leigugj. 3 þræðir 10.220
Leigugj. 4 þræðir 11.924
1 skáparými 44.606
1/2 skáparými 22.303

 

Gjaldskrá fyrir Rangárljós

1. Almennt

Verðskrá þessi gildir fyrir starfssvæði Rangárljóss í Rangárþingi ytra.
Virðisaukaskattur bætist við gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari miðað
við gildandi reglur á hverjum tíma.

2. Áskriftargjald

Mánaðarlegt áskriftargjald er kr. 2.698 + vsk.

3. Gjöld fyrir breytingar

Ef færa þarf heimtaug notanda í kerfis miðjum Rangárljóss frá einu
porti yfir í annað, t.d. frá fjarskiptabúnaði fjarskiptafélags yfir í
fjarskiptabúnað annars félags er innheimt breytingagjald að upphæð
3.531,- auk vsk og greiðir það fjarskiptafélag gjaldið sem óskar eftir
breytingunni.

4. Tengigjald nýrra notenda

Fyrir nýja tengingu greiðist einskiptisgjald kr. 225.304 + vsk auk því
sem næst raunkostnaðar við að leggja ljósleiðara frá stofnstreng að
tengistað.
Heimilt er að jafna út kostnaði í sumarhúsahverfum þannig að hver
tengistaður greiði sama gjald óháð raunkostnaði.

5. Leiga á ljósþráðum innan kerfisins

Fjarskiptafélögum stendur til boða að leigja ljósþræði til annarra nota
en tengingu endanotenda. Vegalengdir miðast við loftlínu á milli
staða og miðast gjaldtaka við hvern hafinn kílómeter. Miðað er við að
ekki þurfi að gera breytinga á streng. Ef gera þarf breytingar þá bætist
tíma- og tækjakostnaður í samræm við við umfang breytinga. Að öðru
leiti er ekkert stofn- eða upphafsgjald vegna leigu. Öll verð eru á án vsk.

Leigugjald fyrir ljósleiðaraþræði í streng er eftirfarandi:
Fjöldi þráða kr./km á mánuði
1 -  6.219,-
2 - 7.773,-
3 - 9.328,-
4 - 10.883,-

6. Aðstöðuleiga í tækjarými á Hellu

Fjarskiptafélögum sem nýta sér aðgangskerfi Rangárljóss stendur til
boða að leigja aðstöðu fyrir fjarskiptabúnað í tækjarými á Hellu skv.
neðan greindu:
1 skáparými 40.711,- pr mánuð auk vsk
½ skáparými 20.355,- pr. mánuð auk vsk

Rangárljós getur útvegað aðgang að 230V rafmagni og greiðir leigjandi fyrir því sem næst raunnotkun á rafmagni.

7. Önnur ákvæði.
Rangárljós leggur ljósleiðara að tengistað en útvegar ekki endabúnað til notkunar.

Ekki er gert ráð fyrir að farið verði í tengingar í sumarhúsahverfum nema náist um 60% þátttaka í hverfinu.

Stofngjöld verða innheimt þegar framkvæmdir byrja en heimilt er að dreifa greiðslu þeirra í 8 mánuði.

Gjaldskrá þessi tekur verðlagsbreytingum 1. jan. ár hvert m.v. vísitölu neysluverðs í des n.l. árs með grunnvísitölu í des 2021, 515,3 stig.

Gjaldskrá þessi var samþykkt af sveitarstjórn Rangárþings ytra 13. jan 2022 og tekur þegar gildi og fellur þá úr gildi eldri gjaldskrá frá 14. mars 2019.

f.h. Rangárljóss
13. janúar 2022 

_________________
Ágúst Sigurðsson

Hér er hægt að nálgast gjaldskrá Rangárljós ehf sem pdf.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?