Gjaldskrá Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.

Gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs á svæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.

1. gr.
Heimild

Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt ákvæðum 11. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum. Sorphirðugjald og sorpeyðingargjald innheimtast með álögðum fasteignagjöldum ár hvert. Gjöld skv. 2.-4. gr. taka breytingum skv. vísitölu neysluverðs til verðtryggingar í upphafi hvers árs.

2. gr.
Sorphirðugjald

Innheimta skal sorphirðugjald af öllu íbúðarhúsnæði skv. eftirfarandi álagsgrunni.

Ílátastærð Grátunna Blátunna Græntunna Lífræn tunna

240 l ílát

14.720 kr. 4.910 kr. 4.910 kr.  4.910 kr. 
660 l ílát 44.180 kr.  14.720 kr. 14.720 kr.  
120 l ílát       2.450 kr.

Sorphirðugjald fyrir grunneiningu íláta er kr. 24.540 og inniheldur 240l blátunnu, 240l grátunnu, 240l græntunnu og brúnt ílát í tunnu fyrir lífrænan úrgang. Hægt er að fá fleiri og/eða stærri ílát.

3. gr.
Sorpeyðingargjald

Innheimta skal sorpeyðingargjald kr. 22.470 af öllu húsnæði í Rangárvallasýslu, þ.e. íbúðar-, frístunda-, og atvinnuhúsnæði. Sorpeyðingargjald tekur til reksturs sorpkerfisins, s.s. rekstur grenndarstöðva, móttökustöðvar og förgunar- og endurvinnsluleiða. Greiðsla þess veitir viðkomandi aðilum aðgengi að sorpkerfinu og afsetningu á heimilisúrgangi. Rekstraraðilar sem afsetja rekstrarúrgang á móttökustöðinni Strönd vegna atvinnureksturs skulu greiða fyrir það, sjá 4. gr. Gjaldtaka á Strönd er ekki hluti af sorpeyðingargjaldi sveitarfélagsins.

4. gr.
Gjaldtaka á móttökustöð

Gjaldtaka á móttökustöð miðast við þyngd og tegund úrgangsmagns sem afsett er. Allur úrgangur er gjaldskyldur við afsetningu nema brotamálmar og úrgangur sem ber úrvinnslugjald Úrvinnslusjóðs.

Úrgangstegund Kr. kg. m. vsk
Blandaður heimilisúrgangur 37,03
Grófur úrgangur óflokkaður 50,9
Grófur úrgangur flokkaður 18,4
Timbur hreint 6
Timbur litað 18
Garðaúrgangur 3,4
Trjábolir og greinar 5,7
Heyrúlluplast 0
Hjólbarðar 0
Umbúðir úr bylgjupappa 0
Raftæki 0
Dýrahræ og sláturúrgangur 31
Óvirkur úrgangur 3,4
Lífrænn úrgangur 0
Óflokkaður pappi 19,3
Spilliefni* 0
Heimsendur gámur, flokkaður* 31.000 kr


*Heimilt er að innheimta útlagðan förgunarkostnað sem hlýst af móttöku spilliefna.

*Ef óflokkað er í heimsendan gám skal greitt skv. þyngd og tegund innihaldsins. Heimsendir gámar eru einungis fyrir íbúa í Rangárvallasýslu.

*Heimili í Rangárvallasýslu mega þó skila að hámarki 1m3 á dag án greiðslu.

5. gr.
Samþykki og staðfesting

Gjaldskrá þessi var samþykkt á fundi stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. þann 19.11.2020 og staðfest af sveitarstjórnum þeirra sveitarfélaga sem reka Sorpstöð Rangárvallasýslu. Gjaldskráin gildir frá birtingu hennar í B-deild Stjórnartíðinda. Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1296/2019


Strönd, 19.11.2020
______________________
Ágúst Sigurðsson,
Formaður stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?