Gjaldskrá sorphirðu


Gjaldskrá

Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.

fyrir sorphirðu og sorpeyðingu 2017


1. gr.
Sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaga Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. setja gjaldskrá að fenginni tillögu stjórnar byggðasamlagsins fyrir sorphirðu og meðhöndlun úrgangs og annast innheimtu gjaldanna innan síns sveitarfélags.

2. gr.
Íbúðarhúsum, frístundahúsum, fyrirtækjum, lögaðilum og öðrum sem hafa með höndum starfsemi sem krefst skipar viðkomandi sveitarfélag í flokk eftir áætluðu magni úrgangs.  Gjaldið skal vera eftirfarandi:

  Íbúðarhús Frístundahús Lögbýli***  Atvinnuhúsnæði
Grunngjald* 20.187 kr.  20.187 kr. 8.658 kr.  20.187 kr.
Ílátagjald** 22.128 kr.       
Samtals 42.315 kr. 20.187 kr.  8.658 kr. 20.187 kr.

 

Gjald fyrir heimsendan gám kr. 10.000,-

*Grunngjald tekur til reksturs sorpkerfisins, s.s. reksturs gámastöðvar og förgunar- og endurvinnsluleiða.  Greiðsla grunngjalds veitir viðkomandi aðilum aðgengi að sorpkerfinu og afsetningu á heimilisúrgangi.


**Ílátagjald er einungis lagt á heimili og innifelur það gjald leigu og losun á ílátum.

***Grunngjald er lagt á  lögbýli sem hafa umfang umfram heimili, þ.e. séu fasteignir umfram íbúð og bílskúr á lögbýli er lagt á það grunngjald.

3. gr.
Gjaldskrá þessi er samin af stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. og samþykkt af sveitarstjórnum aðildarsveitarfélaga byggðasamlagsins. Gjaldskráin er sett í samræmi við 10. gr. samþykkta byggðasamlagsins og 25. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, með síðari breytingum. Gjaldskráin öðlast þegar gildi.

Hvolsvelli, 15. desember 2016

F.h. Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.


______________________
Ágúst Ingi Ólafsson

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?