Gjaldskrá fyrir Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps

1. gr.

Vatnsgjald íbúðarhúsa og sumarhúsa er 48.493 kr. pr. ein.

Vatnsgjald annarra húsa sem tengd eru vatnsveitu er 0,29% af fasteignamati.

2. gr.

Lágmarksheimæðargjald í þéttbýli á Hellu, Rauðalæk, Laugalandi og Þykkvabæ, sem og í stök frístundahús og íbúðarhús í dreifbýli, er 258.562 kr. m.v. 25 mm þvermál rörs og allt að 25 metra lengd heimæðar.

Heimæðargjald miðast við að ídráttarrör fyrir heimæð, úttekið af starfsmönnum vatnsveitunnar, hafi verið lagt á frostfrítt dýpi frá tengistað mannvirkis út fyrir lóðarmörk.

Heimæðargjald hækkar í samræmi við aukinn sverleika og /eða lengd heimæðar sem hér segir:

Þvermál rörs  Lágmarksgjald Verð pr.m. umfram 25 m
25 258.562 kr. 4.501 kr
32 286.342 kr. 4.565 kr
40 315.205 kr. 4.797 kr
50 344.429 kr. 5.159 kr
63 387.242 kr. 5.700 kr
75 444.967 kr. 5.946 kr
90 487.059 kr. 6.590 kr

3. gr.

Í fyrirtækjum og annars staðar þar sem vatn er notað til annars en venjulegra heimilisþarfa, skal auk vatnsgjalds, greiða sérstakt notkunargjald kr. 37,98 pr. m³ samkvæmt rennslismæli sem vatnsveitan á og rekur.

Fyrir rennslismæla skal greidd árleg mælaleiga eftir stærð mælis sem hér segir:

32 mm  15.634 kr.
40 mm  18.039 kr.
50 mm  24.052 kr.
63 mm  45.699 kr.
75 mm  63.739 kr.
90 mm  90.196 kr.

4. gr.

Stofngjöld í dreifbýli skal reikna sérstaklega í hverju tilviki og skulu þau fela í sér allan kostnað sem til fellur vegna tengingar við stofnkerfi vatnsveitunnar.
Að auki skal greiða 174.379 kr. fyrir hvert lögbýli sem óskar tengingar við kaldavatnsveitu.

Þar sem skipulagðar eru 4 eða fleiri orlofshúsalóðir á samfelldu svæði, skal greiða auk alls kostnaðar við dreifilagnir, tengigjald 174.379 kr. pr. hús fyrir fyrstu fjögur húsin, en 58.327 kr. pr. hús eftir það.

Fyrir vatnslögn í landspildu/beitarhólf skal auk útlagðs kostnaðar, greiða 30.065 kr. á hverja tengingu.

5. gr.

Vatnsgjald fyrir vatnsnotkun í beitarhólf/landspildu, þar sem ekki er flot- eða skriðlokabúnaður skal vera 72.740 kr. fyrir hvern aftöppunarstað.

Þar sem brynning er með flot- eða skriðlokabúnað viðurkenndan af starfsmönnum vatnsveitunnar, skal vatnsgjald vera 24.247 kr. á hvern aftöppunarstað.

6. gr.

Gjalddagar vatnsgjalds eru hinir sömu og ákveðnir eru fyrir fasteignagjöld og skal innheimtu hagað á sama hátt og innheimtu fasteignagjalda.

Gjalddagi heimæðagjalda er tengidagur og eindagi 30 dögum síðar.

Heimilt er að semja um greiðslur heimæðargjalda til allt að 18 mánaða frá gjalddaga.

Allar greiðslur skulu bera almenna bankavexti.

7. gr.

Skráður eigandi fasteignar ber ábyrgð á greiðslu vatnsgjalds og heimæðargjalds.

Gjöldin njóta lögveðsréttar í lóð og mannvirkjum í næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði. 

Heimilt er að loka fyrir heimæðar hjá þeim sem vanrækja að greiða notkunargjald að undangenginni skriflegri aðvörun. 

Notkunargjald og leigugjald fyrir mæli, ásamt áföllnum kostnaði og vöxtum er heimilt að taka fjárnámi.

8. gr.

Gjaldskrá þessi tekur breytingum 1. janúar ár hvert, skv. byggingarvísitölu útgefinni af Hagstofu Íslands.

Byggingarvísitalan fyrir desember 2016 er 130,2 stig.

9. gr.

Gjaldskrá þessi var samin og samþykkt af stjórn vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps þann 6. desember 2016 í samræmi við heimild í 10. gr. laga nr. 32/2004 um vatnsveitur sveitarfélaga, 11. gr. reglugerðar um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 401/2005 og III. kafla vatnalaga nr. 15/1923.

Gjaldskrá þessi tekur gildi 1. janúar 2017.
Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1166/2015.

Hellu, 6. desember 2016.
Þorgils Torfi Jónsson,
formaður stjórnar vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?