Hér má nálgast gjaldskrá fyrir Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps. Athygli er vakin á því að gjaldskráin (1. - 4. gr) miðast við byggingingavísitölu fyrir desember 2019 (146,4) og er uppfærð miðað við vísitöluhækkanir fjórum sinnum á ári, í mars, júní, september og desember.
Uppreiknaðar upphæðir m.v. byggingavísitölu í desember má nálgast hér.
________________________
Upprunalega gjaldskrá má sjá hér að neðan.
1. gr.
Vatnsgjald.
Árlega skal greiða vatnsgjald af öllum fasteignum í sveitarfélaginu sem tengdar hafa verið vatnsveitu.
Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis/frístundahúsa og lóða er kr. 54.000 pr. ein. en fer þó aldrei yfir 0,5% af fasteignamati. Vatnsgjald annarra mannvirkja en getið er í 2. mgr. þessarar greinar sem tengt er vatnsveitu er 0,29% af fasteignamati viðkomandi fasteignar, ásamt lóð.
Vatnsgjald fyrir vatnsnotkun í beitarhólf/landspildu skal vera kr. 27.000 fyrir hverja tengingu við aðal- eða dreifiæðar veitunnar. Allar brynningar sem tengjast veitukerfinu skulu vera með viðurkenndum flot- eða skriðlokabúnaði. Tilkynna þarf til vatnsveitunnar staðsetningu og fjölda brynningartækja utanhúss.
Heimilt er að loka fyrir heimæðar hjá þeim sem eru staðnir að sóun vatns og sírennsli er bannað. Tenging við vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps án leyfis er með öllu óheimil.
2. gr.
Notkunargjald.
Í fyrirtækjum og annars staðar þar sem vatn er notað til annars en venjulegra heimilisþarfa, skal auk vatnsgjalds, greiða sérstakt notkunargjald kr. 42,68 pr. m³ samkvæmt rennslismæli sem vatnsveitan á og rekur.
3. gr.
Mælaleiga.
Fyrir rennslismæla skal greidd árleg mælaleiga eftir stærð mælis sem hér segir:
32 mm | 17.000 kr. |
40 mm | 20.300 kr. |
50 mm | 27.100 kr. |
63 mm | 54.100 kr. |
75 mm | 71.700 kr. |
90 mm | 101.500 kr. |
4. gr.
Heimæðargjald.
Þeir sem óska eftir að tengjast aðal- eða dreifiæðum veitunnar greiða heimæðargjald. Gjaldskráin miðast við að ídráttarrör fyrir heimæð hafi verið lagt á frostfríu dýpi frá tengistað vatnsveitunnar við lóðarmörk, að inntaksstað mannvirkis og að lega og frágangur ídráttarrörsins hafi verið tekin út og samþykkt af starfsmönnum vatnsveitunnar.
Lágmarksheimæðargjald er kr. 291.000 m.v.25 mm þvermál rörs og allt að 25 metra lengd heimæðar. Heimæðargjald hækkar í samræmi við aukinn sverleika og/eða lengd heimæðar sem hér segir:
Þvermál rörs | Lágmarksgjald | Verð pr.m. umfram 25 m kr. |
25 mm | 291.000 kr. | 2.900 kr |
32 mm | 322.000 kr. | 3.400 kr |
40 mm | 354.000 kr. | 3.900 kr |
50 mm | 387.000 kr. | 4.500 kr |
63 mm | 435.000 kr. | 5.300 kr |
75 mm | 500.000 kr. | 6.300 kr |
90 mm | 548.000 kr. | 7.200 kr |
Ef heimæð er lengri en 250 metrar skal samið sérstaklega um heimæðargjald áður en til framkvæmda kemur. Við sérstakar aðstæður, s.s. vegna frosts í jörðu og sprengingar eða fleygunar á klöpp, skal greitt sérstakt álag allt að 25% sem leggst ofan á heimæðargjald.
5. gr.
Kostnaðarþátttaka vegna vatnsæða.
Í þeim tilfellum þegar um er að ræða ósk um að tengjast veitunni á svæðum þar sem aðal- eða dreifiæðar eru ekki til staðar eða aðstæður óvenjulegar þá skal semja um kostnaðarskiptingu vegna lagningar þeirra áður en til framkvæmda kemur.
6. gr.
Gjalddagar.
Gjalddagi heimæðargjalds er við úthlutun lóðar sem er í eigu Rangárþings ytra eða Ásahrepps, eða sem sveitarfélögin hafa ráðstöfunarrétt yfir, og við útgáfu byggingarleyfis á öðrum lóðum. Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga.
Gjalddagar vatnsgjalds eru hinir sömu og ákveðnir eru fyrir fasteignagjöld og skal innheimtu hagað á sama hátt og innheimtu fasteignagjalda. Gjalddagar notkunargjalds eru á fjögurra mánaða fresti. Eindagi er 20 dögum eftir gjalddaga.
Gjalddagi leigugjalds fyrir mæli er 1. febrúar. Eindagi er 20 dögum eftir gjalddaga.
7. gr.
Greiðsluskilmálar.
Heimilt er að semja um greiðslu heimæðargjalda til allt að 18 mánaða frá gjalddaga.
8. gr.
Innheimta o.fl.
Skráður eigandi fasteignar ber ábyrgð á greiðslu vatnsgjalds og heimæðargjalds en notandi, ef hann er annar er fasteignareigandi, ber ábyrgð á greiðslu notkunargjalds.
Gjöldin njóta lögveðréttar í lóð og mannvirkjum í næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangsrétti fyrir hvers konar samningaveði og aðfararveði. Heimilt er að loka fyrir heimæðar hjá þeim sem vanrækja að greiða notkunargjald að undangenginni skriflegri aðvörun.
Notkunargjald og leigugjald fyrir fyrir mæli, ásamt áföllnum kostnaði og vöxtum er heimilt að taka fjárnámi.
Heimilt er að stöðva vatnssölu til þeirra er vanrækja viðhald vatnslagna innanhúss og eru staðnir að sóun vatns.
9. gr.
Gjöld samkvæmt 1-4. gr. miðast við byggingarvísitölu fyrir desember 2019 (146,4) og er uppfært miðað við vísitöluhækkanir fjórum sinnum á ári, í mars, júní, september og desember.
10.gr.
Gjaldskrá þessi er sett í samræmi við lög um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004 og reglugerð um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 401/2005 og öðlast gildi 1. janúar 2020. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 1331/2016.
Hellu, 5. desember 2019.
Haraldur Eiríksson,
formaður stjórnar vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps.