28. fundur 26. október 2016 kl. 15:00 - 17:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir liðum 4 og 7. Guðmundur Daníelsson sat fundinn undir lið 12.

1.Kjörstjórn Rangárþings ytra - 2

1610004

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 10

1610014

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
  • Atvinnu- og menningarmálanefnd - 10 Nefndin leggur til að samið verði við fyrirtækið Stefnu vegna nýrrar vefsíðu. Markaðs- og kynningarfulltrúa er falið að vinna að verkefninu í samstarfi atvinnu- og menningarmálanefnd. Æskilegt er að vinna við nýja heimasíðu hefjist sem fyrst og að gert verði ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun fyrir árið 2017. Áætlaður kostnaður er að hámarki 2.500.000 kr. Bókun fundar Tillaga er um að taka undir bókun Atvinnu- og menningarmálanefndar og vísa verkefninu til vinnu við fjárhagsáætlun 2017.

    Samþykkt samhljóða.
  • Atvinnu- og menningarmálanefnd - 10 Nefndin er virkilega spennt fyrir þessu verkefni og leggur til að gengið verði til samstarfs við Rangárþing Eystra. Okkar kostnaður við verkefnið er um 400.000 kr og óskar nefndin eftir að tekið verði tillit til þessa verkefnis við gerð fjárhagsáætlunar 2017. Nefndin er viss um að þessi viðburður muni hafa jákvæð áhrif á sveitarfélögin og efla almenna hreyfingu. Bókun fundar Tillaga er um að taka undir bókun Atvinnu- og menningarmálanefndar og vísa verkefninu til vinnu við fjárhagsáætlun 2017.

    Samþykkt samhljóða.

3.Oddi bs - 7

1610007

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Rekstraryfirlit 24102016

1610064

Yfirlit um tekjur og gjöld janúar-september.
Lagt fram yfirlit um rekstur sveitarfélagsins fram til loka september.

5.Alþingiskosningar 2016

1610054

Kjörskrá fyrir Rangárþing ytra
Farið var yfir kjörgögn frá Þjóðskrá Íslands. Tillaga um að staðfesta og leggja fram fyrirliggjandi kjörskrá vegna Alþingiskosninganna sem fram munu fara laugardaginn 29. október n.k.



Samþykkt samhljóða.

6.Trúnaðarmál 24102016

1610063

Fært í trúnaðarmálabók.

7.Fjárhagsáætlun 2017-2020

1610065

Undirbúningur vegna áætlunarinnar.
Unnið að undirbúningi fjárhagsáætlunar 2017-2020.

8.Ósk um umsögn vegna stofunar lögbýlis úr landi Stóru-Valla

1610058

Erindi frá Unnsteini G. Oddssyni.
Tillaga byggðarráðs um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við að heimild verði veitt til stofnunar lögbýlis í samræmi við framlögð gögn.



Samþykkt samhljóða.

9.Ósk um umsögn vegna stofnunar lögbýlis að Hólsbakka

1610066

Erindi frá Soffíu Bragadóttur og Sigurði J. Daníelssyni
Tillaga byggðarráðs um að sveitarstjórn geri ekki athugasemdir við að heimild verði veitt til stofnunar lögbýlis í samræmi við framlögð gögn. Byggðarráð samþykkir jafnframt að fela skipulagsfulltrúa að undirbúa málið áfram í samræmi við áform eigenda og beina því síðan til afgreiðslu í skipulags- og umferðarnefnd.



Samþykkt samhljóða.

10.SSKS - ársfundur

1609021

Fundargerð ársfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.
Lagt fram til kynningar.

11.Samtök orkusveitarfélaga - Aðalfundur 2016

1609020

Fundargerð aðalfundar 2016
Lagt fram til kynningar.

12.Rangárljós - verkfundir

1609054

Fundargerðir verkfunda vegna lagningu ljósleiðara 2016-2017
Farið yfir stöðu verkefnisins.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?