31. fundur 25. janúar 2017 kl. 15:00 - 16:45 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Haraldur Eiríksson formaður
 • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til að við bættist liður 6. Hugmyndagáttin. Það var samþykkt og aðrir liðir færast til í samræmi. Einnig sat fundinn undir lið 3. Klara Viðarsdóttir.

1.Ungmennaráð Rangárþings ytra - 4

1701002

Vísað er til umfjöllunar um lið 1 en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Ungmennaráð Rangárþings ytra - 4 UngRy óskar eftir því að skipulags- og umferðarnefnd vinni að því að gera Útskála að vistgötu. UngRy telur að það sé virkilega mikilvægt til þess að tryggja öryggi allra sem um svæðið fara. Bókun fundar Byggðarráð tekur undir með Ungmennaráði og leggur til að Skipulags- og umferðarnefnd taki málið til gaumgæfilegrar skoðunar og tillögugerðar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Ungmennaráð Rangárþings ytra - 4 Ungmennaráðstefna verður haldin 22. febrúar 2017. Undirbúningur mun fara fram á næstu fundum. Bókun fundar Bókun byggðarráðs:
  Byggðarráð fagnar því að slík ráðstefna skuli haldin því mikilvægt
  er að virkja unga fólkið til áhrifa í sveitarfélaginu.

  Samþykkt samhljóða.

2.Oddi bs - 11

1612009

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Rekstraryfirlit 25012017

1701024

Yfirlit um tekjur og gjöld.
Lagt fram yfirlit um rekstur sveitarfélagsins fram til ársloka 2016. Nær allir tekju- og gjaldaliðir hafa verið bókaðir og reksturinn er í ágætu samræmi við áætlanir.

4.Sérstakur húsnæðisstuðningur

1612027

Fyrir liggja leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings skv. nýjum lögum nr. 75/2016 um húsnæðisbætur er tóku gildi 1. janúar s.l. Nýmæli í lögunum eru að sveitarfélög skulu veita sérstakan húsnæðisstuðning í samræmi við nánari reglur sem sveitarstjórn setur en áður var þessi stuðningur valkvæður. Þá skulu sveitarfélög nú veita foreldrum eða forsjáraðilum 15-17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist eða nemendagörðum vegna náms fjarri lögheimili húsnæðisstuðning. Stuðningurinn skal vera óháður tekjum foreldra eða forsjármanna og ekki yfir 75% af húsnæðiskostnaði vegna leigunnar.
Sveitarfélagið Rangárþing ytra hefur veitt sérstakan húsnæðisstuðning í samræmi við reglur þar um sem samþykktar voru í upphafi árs 2016. Þær reglur eru nú til endurskoðunar og tillögugerðar hjá Félagsþjónustu sveitarfélagsins. Byggðarráð leggur til að tekin verði afstaða til málsins í heild sinni þegar þær tillögur liggja fyrir.Samþykkt samhljóða.

5.Húsnæðisáætlanir

1612028

Lagt fram minnisblað frá vinnufundi Byggðarráðs um áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar á umhverfið í húsnæðismálum Rangárþings ytra.Byggðarráð leggur til að unnin verði húsnæðisáætlun fyrir sveitarfélagið og sveitarstjóra verði falið að skipuleggja og hefja þá vinnu. Í þeirri áætlun verði m.a. lagt mat á þörf fyrir leiguhúsnæði og greindar þær leiðir sem fara mætti til að svara þeirri eftirspurn. Jafnframt verði skoðað hvort hagkvæmt gæti verið að gera breytingar á húsnæðiseign sveitarfélagsins og með hvaða hætti má nýta þær leiðir sem boðaðar eru í nýrri löggjöf, m.a. um stofnframlög.

6.Hugmyndagáttin 2017

1701029

Ábending varðandi umferðamerkingar.
Borist höfðu ábendingar um umferðamerkingar og aflagaða tröppu við Íþróttahús á Hellu. Báðar athugasemdir höfðu verið áframsendar til viðeigandi starfsmanna sveitarfélagsins.

7.Umsögn um nafn á lögbýli

1701028

Unnsteinn og Þórdís óska eftir umsögn um nafnið Vellir á lögbýli sitt.
Tillaga um að byggðarráð geri ekki athugasemdir við nafnið Velli á lögbýlið.Samþykkt samhljóða.

8.Sorpstöð Rangárvallasýslu - stjórn 184

1701025

Fundargerð frá 19012017
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.252.stjórnarfundur SOS

1701027

Fundargerð frá 19012017
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Niðurfelling Þjóðólfshagavegar

1611060

Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu hluta þjóðólfshagavegar nr.2828 af vegaskrá Vegagerðarinnar.
Lagt fram til kynningar.

11.Tilkynning um fyrirhugaða niðufellingu Fetsvegar

1611036

Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Fetsvegar af vegaskrá vegagerðarinnar.
Lagt fram til kynningar.

13.Oddabrú yfir Þverá

1501024

Vegtenging frá Odda að Bakkabæjum yfir Þverá.
Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?