1. fundur 26. júlí 2018 kl. 16:00 - 18:45 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Einnig sat fundinn, undir lið 4, Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri.

1.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 1

1806001F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 1 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við veitingu stöðuleyfis fyrir hálendisaðstöðu í Landmannalaugum. Gert er ráð fyrir að staðsetning verði sú sama og undanfarin ár. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 1 Skipulagsfulltrúi tilkynnti að fleiri eigendur lóða á svæðinu hefðu hug á samskonar áformum og umsækjandi. Nefndin gerir ekki athugasemdir við áformin. Skipulagsnefnd leggur til að við gerð nýs deiliskipulags fyrir svæðið, verði tekið tillit til umræddrar óskar. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 1 Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við framlagt álit Umhverfisstofnunar. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 1 Vegna nálægðar byggingareits við lóðamörk telur nefndin þörf á að grenndarkynna áform umsækjanda til nærliggjandi lóðarhafa. Ef engar athugasemdir berast innan tilskilins frests til athugasemda, sem skal að lágmarki vera 4 vikur, leggur nefndin til að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 án frekari afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 1 Frestað til næsta fundar. Bókun fundar Til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 1 Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir Ferðafélags íslands og leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að gera eftirfandi breytingar á texta greinargerðar í gildandi deiliskipulagi, sem nefndin telur jafnframt vera óverulegar:

    Grein 3.1.4 Skáli Ferðafélags Íslands
    Eftirfarandi texti komi eftir fyrstu málsgrein:
    Áfram er gert ráð fyrir gistingu í skála Ferðafélags Íslands og er þar gistipláss fyrir 78 gesti. Heimilt er að breyta starfsemi hússins í móttökuhús eða annað sambærilegt, í samræmi við þróun svæðisins og
    uppbyggingu norðan við Námshraun á komandi árum.

    Grein 2.2 Áfangaskipting
    Á undan síðustu setningu undir Áfanga 2 komi:
    Ekki er gert ráð fyrir að salernishús eða skálavarðarhús verði fjarlægt fyrr en sambærileg starfsemi hefur byggst upp á öðrum stöðum.

    Breytingartexti sem settur var inn undir lið Áfanga 3 verði felldur brott.

    Nefndin ítrekar að hún telji að um óverulegar breytingar séu að ræða þar sem eingöngu er verið að hnykkja á þegar samþykktum atriðum í greinargerð.
    Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 1 Fjallað var um athugasemdir og ábendingar Skipulagsstofnunar ásamt því að farið var yfir ýmis áhersluatriði nýrrar nefndar. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.


    Bókun fundar Til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 1 Skipulagsnefnd ítrekar fyrri umsögn sína. Nefndin telur jafnframt að mismunandi skilningur skipulagsnefndar og þar með sveitarstjórnar annars vegar og Skipulagsstofnunar hins vegar á skilgreiningu lögbýlis og bújarðar í aðalskipulagi megi ekki verða til þess að kollvarpa áformum landeigenda eins og hér virðist raunin. Umrædd jörð er skráð sem lögbýli og áform eigenda eru þau að setjast að á henni með sitt lögheimili, áður en ráðist verður í umrædda ferðaþjónustu.
    Nefndin telur fullreynt að vonast eftir sama skilningi við Skipulagsstofnun og leggur því til að tillagan verði auglýst til birtingar í B-deild stjórnartíðinda með athugasemdum stofnunarinnar.
    Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða

2.Umhverfisnefnd - 1

1806003F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest
  • Umhverfisnefnd - 1 Umhverfisnefnd fjallaði um framkomnar hugmyndir.
    1. Nefndin leggur til að fastur tiltektardagur verði í tengslum við hreinsunarátak eins og það er hverju sinni.
    2. Nefndin leggur til að ákvæði í gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið verði virkjað, þar sem gert er ráð fyrir að gróðurbelti verði meðfram öllum lóðum við Suðurlandsveg austan Borgarsands.
    3. Nefndin leggur til að leitað verði leiða til að bæta ásýnd mannvirkja sunnan við hringtorgið á Hellu.
    4. Nefndin leggur til að hafist verði handa við gerð umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið.
    Bókun fundar Byggðarráð tekur vel í hugmyndir og ábendingar umhverfisnefndar og felur sveitarstjóra að vinna að útfærslu framkominna hugmynda með nefndinni og eftir atvikum leggja útfærðar tillögur með grófri kostnaðaráætlun fyrir næsta fund sveitarstjórnar. Fullnaðarafgreiðslu málsins frestað.

    Samþykkt samhljóða.

3.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 1

1807002F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Rekstraryfirlit 23072018

1807015

Lagt fram yfirlit um rekstur sveitarfélagsins fram til loka júní 2018.

5.Persónuverndarstefna

1807013

Persónuverndarstefna fyrir sveitarfélagið.
Lögð fram tillaga að persónuverndarstefnu fyrir sveitarfélagið og var hún staðfest samhljóða.

6.Erindi vegna byggingar raðhúss fyrir aldraða

1807014

Fyrir fundinum lá erindi frá forsvarsmönnum Neslundar ehf á Hellu með ósk um samstarf og stofnframlag sbr. lög nr. 52/2016, vegna byggingar á raðhúsi fyrir aldraða að Lundartúni 5. Þetta er skv. samþykktri deiliskipulagstillögu sem auglýst hefur verið við Lund.

Tillaga er um að taka jákvætt í erindið, veita Neslundi ehf vilyrði fyrir lóðinni að Lundartúni 5, sbr. 9. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagsins, og fela sveitarstjóra að vinna tillögu að reglum sveitarfélagsins um stofnframlög skv. lögum nr. 52/2016 og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.

7.Kauptilboð - Þrúðvangur 31

1807021

Farið yfir tilboðið. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

8.Gilsá ehf. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til gistingar í flokki IV.

1807020

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis, fyrir Gilsá ehf kt. 700189-2449, til gistingar í flokki IV að Dynskálum 10c á Hellu í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

9.Selið -beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til gistingar í flokki III

1807025

Sýslumaðurinn á Suðulandi óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi fyrir Selið á Stokkalæk f.h. Nön slf.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis, fyrir Nön slf kt. 470214-0150, til gistingar í flokki III að Stokkalæk (Selið) í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

10.Erindi um endurupptöku

1807022

Hjalti Steinþórsson vegna deiliskipulags
Lagt fram erindi frá Hjalta Steinþórssyni lögmanni fyrir hönd Biokraft ehf með beiðni um endurupptöku ákvörðunar sveitarstjórnar um synjun á breytingu á deiliskipulagi. Sveitarstjóra falið að leita lögfræðiálits og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.

11.Kaupsamningur vegna Brekkur II

1807012

Ósk um staðfestingu sveitarstjórnar
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um eigendaskipti á eignarhlutdeild í jörðinni Brekkur II í Rangárþingi ytra. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og staðfestir að tilkynningaskylda sbr. 1. mgr. 10. gr. jarðalaga nr. 81/2004 hefur verið uppfyllt.

12.Endurnýjun ráðningarsamnings

1807023

Endurnýjun ráðningarsamnings við sveitarstjóra til staðfestingar.
Tillaga um að byggðarráð staðfesti endurnýjaðan ráðningarsamning við sveitarstjóra.

Samþykkt með 2 atkvæðum (HE,HT), einn á móti (MHG).

Bókun Á-lista:
Stefna Á-lista, er eins og áður hefur komið fram, að auglýsa eigi eftir sveitarstjóra í stað þess að ráða kjörinn fulltrúa. Fulltrúi Á-lista hefur ekki haft aðkomu að endurnýjun ráðningarsamnings við sveitarstjóra og sér í honum ýmsa vankanta. Sveitarfélagið greiðir sveitarstjóra rúmar 17 milljónir króna í föst laun á ári (tæpar 70 m. kr. á kjörtímabilinu) og telur fulltrúi Á-lista að ekki sé nægilega skýrt kveðið á um hvað felist í hefðbundnum störfum sveitarstjóra, hvort hann geti þegið laun fyrir setu i nefndum og stjórnum og hver sé vinnutími hans. Auk þess getur undirrituð ekki séð rök fyrir því að greiða eigi sveitarstjóra laun í 6 mánuði eftir næstu kosningar, árið 2022. Undirrituð telur að endurskoða eigi launakjör sveitarstjóra, með framtíðarhagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

13.Héraðsnefnd - 1 fundur

1807009

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Félagsmálanefnd - 1 fundur

1807016

Fundur félagsmálanefndar frá 16072018
14.1 Breytingar á reglum
Tillaga er um að byggðarráð staðfesti fyrir sitt leyti breytingar á reglum félagsmálanefndar sbr. fundargerð og fylgiskjöl.

Samþykkt samhljóða.

15.Bergrisinn bs - 34 fundur

1807018

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Bergrisinn bs - Aukaaðalfundur 2018

1807017

Fjalla þarf um lið 6 í fundargerðinni.
16.6 Bygging sjö íbúða þjónustukjarna fyrir fatlaða.
Tillaga er um að byggðarráð Rangárþings ytra samþykki fyrir sitt leyti ákvörðun aukaaðalfundar Bergrisans bs þann 18.6.2018 að ráðast í byggingu sjö íbúða þjónustukjarna á Selfossi sem Íbúðalánasjóður hefur samþykkt að veita stofnframlög fyrir.

Samþykkt samhljóða.

17.Fjallskiladeild Holtamannaafréttar - aðalfundur 2018

18.Sorpstöð Rangárvallasýslu - 196

1806034

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

19.Sorpstöð Rangárvallasýslu - 197

1806035

19.3 Önnur mál
Tillaga er um að byggðarráð staðfesti fyrir sitt leyti að gerður verið þjónustusamningur milli Rangárþings ytra og Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs um framkvæmdastjórn, bókhald- og launavinnslu. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

20.Félags- og skólaþjónusta - 33 fundur

1807024

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

21.Landsþing Sambands Íslenskra Sveitarfélaga 2018

1806026

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?