16. fundur 22. ágúst 2019 kl. 08:15 - 10:15 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Formaður lagði til að við dagskránna bættist liður 3. Samgöngu- og fjarskiptanefnd og var það samþykkt samhljóða. Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir lið 4. Gestir fundarins undir lið 7 voru Jónas Fjalar Kristjánsson, Sigurborg Rútsdóttir, Guðlaugur Helgason og Ingi Hlynur Jónsson.

1.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16

1907010F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né áformað heiti á spildunni. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né áformuð heiti á spildunum. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né áformuð heiti á spildunum. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né áformað heiti á spildunni. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulagsnefnd leggur til að hámarkshraði á Gaddstaðavegi frá Suðurlandsvegi að reiðhöllinni á Gaddstaðaflötum verði lækkaður úr 50 km/klst niður í 30 km/klst. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir borun tiltekinna tilraunahola, með fyrirvara um að nauðsynlegar samþykktir viðkomandi landeigenda liggi fyrir. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að sjá um útgáfu framkvæmdaleyfis þegar samþykktir liggja fyrir. Nefndin telur jafnframt að umrædd framkvæmd muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif og sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulagsnefnd samþykkir að breyting verði gerð á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 til samræmis við óskir lóðarhafa og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við þá breytingu þegar núverandi endurskoðun aðalskipulagsins, sem er í lokaferli, er lokið. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulagsnefnd samþykkir að breyting verði gerð á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 til samræmis við óskir lóðarhafa og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við þá breytingu þegar núverandi endurskoðun aðalskipulagsins, sem er í lokaferli, er lokið. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulagsnefnd samþykkir að breyting verði gerð á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 til samræmis við óskir lóðarhafa og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við þá breytingu þegar núverandi endurskoðun aðalskipulagsins, sem er í lokaferli, er lokið. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulagsnefnd samþykkir að breyting verði gerð á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 til samræmis við óskir lóðarhafa og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við þá breytingu þegar núverandi endurskoðun aðalskipulagsins, sem er í lokaferli, er lokið. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulagsnefnd samþykkir að breyting verði gerð á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 til samræmis við óskir lóðarhafa og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við þá breytingu þegar núverandi endurskoðun aðalskipulagsins, sem er í lokaferli, er lokið. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulagsnefnd telur ekki forsvaranlegt að skilgreina götuna sem vistgötu og heldur sig því við fyrri bókun nefndarinnar frá 3.4.2017. Skipulagsnefnd telur nauðsynlegt að fá heimild til að kalla til sérfræðinga á sviði umferðaröryggis til samstarfs. Nefndin leggur því til að boðaður verði fundur með hagsmunaaðilum þar sem farið verði yfir þau atriði sem nauðsynleg eru svo að úrbætur á umferðaröryggi á skólasvæðinu geti orðið sem bestar. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að kalla saman samráðshóp um málið og að tillögur liggi fyrir á næsta fundi skipulagsnefndar. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • 1.17 1907048 Leikvöllur
    Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Það er álit skipulagsnefndar að umrætt svæði henti mjög vel til leiksvæðis. Staðsetning þess er afar hentug til slíkra nota, aðkoma að því góð og liggur að þremur botngötum innan íbúðarsvæðis.
    Bókun fundar Tillaga er um að vísa málinu til umræðu við undirbúning fjárhagsáætlunar næsta árs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis og hafi engin áhrif utan við viðkomandi landareign.
    Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en telur ekki þörf á frekari kynningu á umræddum breytingum.
    Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 16 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.

2.Umhverfisnefnd - 4

1908002F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Umhverfisnefnd - 4 Nefndin fór yfir þær tilnefningar sem borist hafa. Þær eru: Kvistir, Hótel Landborgir, Sigalda 4, Freyvangur 19, Oddakirkjugarður, Borgarsandur 6. Umhverfisnefnd vill þakka þeim sem sendu tilnefningar.
    Ákveðið að fara í skoðunarferð og skoðaðir þeir garðar og staðir sem fengu tilnefningu. Nefndin gerir hlé á afgreiðslu sinni klukkan 15.40. Fundi fram haldið klukkan 16.25. Nefndarfólk náði niðurstöðu um viðurkenningu fyrir vel hirtan og snyrtilegan garð. Fundarmenn samþykkja að viðurkenningar verði veittar á Töðugjöldunum. Formanni falið að útvega viðurkenningar.
    Bókun fundar Byggðarráð vill nota tækifærið og óska Knúti og Önnu Kristínu að Freyvangi 19 innilega til hamingju með Umhverfisverðlaunin 2019 sem afhent voru á Töðugjöldum.

    Undirrituð saknar þess að ekki hafi verið veitt umhverfisverðlaun fyrir fyrirtæki eða býli, hvorki í ár né fyrir árið 2018 og hvetur nefndina til að skoða vel á komandi ári hvort ástæða sé til að veita fleiri verðlaun á næsta ári.


    Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
    Fulltrúi Á-lista í byggðarráði
  • Umhverfisnefnd - 4 Nefndin telur fulla þörf á að kalla til samstarfs við lóðarhafa um frágang á lóðamörkum lóðanna við Dynskála og leggur til að boðað verði til fundar um þau mál. Stefnt er að því að fundur verði mánudaginn 16. september nk og verði klukkan 17.00 Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Umhverfisnefndar.

    Samþykkt samhljóða.

3.Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 5

1908004F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • 3.2 1902001 Styrkvegir 2019
    Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 5 Fyrir liggur að sveitarfélagið fékk úthlutað 5 mkr í styrkvegafé á þessu ári en fjármagnið hefur verið að dragast saman og á síðasta ári var úthlutunin einungis 1.9 mkr. Er því nú um verulega aukningu að ræða og ber að fagna því. Rætt var um hvernig verja skuli þessu fjármagni í ár en fyrir liggur að vegagerðin gerir ráð fyrir að styrkurinn sé nýttur fyrir árslok 2019. Á þessu ári er gert ráð fyrir heflun styrkvega að fjárhæð 682 þkr.

    Jafnframt er tillaga um að verja 1 mkr í lagfæringu vegar að Réttarnesi í samstarfi við húseigendur í Fjallalandi.

    Samþykkt með 4 atkvæðum, einn situr hjá (SJ).

    Frekari ákvörðunum frestað til næsta fundar en áætlað er að fara í vettvangsferð þann 26. ágúst nk. með brottför frá Hellu kl 9:00 árdegis.
    Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Samgöngu- og fjarskiptanefndar.Samþykkt samhljóða.

4.Rekstraryfirlit 20082019

1908020

Yfirlit um rekstur janúar-júlí.
KV fór yfir rekstur sveitarfélagsins fyrstu 7 mánuði ársins.

5.Ritstjórnarstefna Rangárþings ytra

1903065

Til afgreiðslu.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

6.Merkihvoll 8a. Kaup á hluta lóðar

1903045

Pálmi Thorarensen óskar eftir að fá hluta úr lóð nr. 8a til viðbótar lóð sinni nr. 8.
Tillaga er um að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir tillögu að afgreiðslu á næsta fundi byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.

7.Litboltavöllur við Hellu

1906023

Endurskoðun staðsetningar.
Gestir fundarins undir þessum lið voru Ingi Hlynur Jónsson, Sigurborg Rútsdóttir, Jónas Fjalar Kristjánsson og Guðlaugur Helgason. Farið var yfir málið en athugasemdir höfðu borist frá rekstraraðilum hestaleigunnar gagnvart tímabundnu leyfi fyrir litboltavelli. Niðurstaðan er að samkomulag liggur fyrir um að rekstraraðilar hestaleigunnar og litboltavallarins hafi með sér náið samráð þannig að fyllsta öryggis sé gætt. Rekstraraðilar litboltavallar mun upplýsa rekstraraðila hestaleigu með skýrum hætti þegar starfsemi er í gangi.

8.Nafn á landi - óskað eftir umsögn um Bjargstún

1908024

Erindi frá Guðbrandi Einarssyni.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við nafnið Bjargstún.

Samþykkt samhljóða.

9.Nafn á landi - óskað eftir umsögn um Grenjar

1907039

Til afgreiðslu.
Tillaga er um að byggðarráð hafni erindinu á þeim forsendum að skipulagssvæðið ber nafnið Grenjar.

Samþykkt samhljóða.

10.Viðbygging íþróttahús - verkfundir

1907053

Verkfundur 4
Lagt fram til kynningar.

11.SOS - stjórn 283

1908023

Fundargerð frá 13082019
Lagt fram til kynningar.

12.Undirbúningur fyrir nýjan leikskóla á Hellu

1810068

Skýrsla faghóps lögð fram.
Lagt fram til kynningar.

13.Lundur - bréf til velferðarráðherra

1908022

Vegna fjárframlaga.
Lagt fram til kynningar.

14.Stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga 2019-2033

1908021

Tillaga til þingsályktunar í samráðsgátt.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?