Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til að við bætist liður 4. Atvinnu- og menningarmálanefnd, liður 9. Erindi um akstursstyrk í vinnuskóla, og liður 15. Heilsueflandi samfélag og var það samþykkt samhljóða. Aðrir liðir færast til í samræmi. Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir lið 5.
1.Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 9
2006006F
Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
-
Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 9 Verkefni tengd Heilsueflandi samfélagi rædd og ákveðið að leggja til að settur verði upp ratleikur í sveitarfélaginu í sumar. Hugmynd um samstarfssamning sveitarfélagsins við leikskóla, grunnskóla, íþróttafélög og félagasamtök varðandi Heilsueflandi samfélag var rædd og talin góð. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Heilsu-, íþrótta-, og tómstundanefndar og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.
Samþykkt samhljóða.
2.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 27
2006007F
Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 27 Tómas Tómasson skólabílstjóri var fenginn til að aka með nefndina og var lagt af stað frá Miðjunni klukkan 15.00 mánudaginn 22.6.2020.
Ekið var norður Þrúðvang (1). Stoppað var við leikskólann þar sem nefndarfólk fór út úr bílnum og skoðaði aðstæður (2). Þaðan var ekið áfram að Nesi (3), farið að snúningsstæði á Helluvaðsvegi (4). Í bakaleiðinni var farið Hrafnskála og komið niður að Þrúðvangi aftur. Sleppistæði við Þingskála (5). Heiðvangur og Freyvangur skoðaðir (6). Dynskálar að slökkvistöð (7), þaðan Eyjasandinn (8) og á Sandöldu. Langisandur og upp Eyjasand til vinstri Baugölduna (9) og þaðan niður Eyjasand aftur (10). Langisandur ekinn að Dynskálum og endað við Miðjuna aftur (11).
(1) Hraðahindrun / gangbraut Þrúðvangur - Þingskálar. Merkingum verulega ábótavant. Þarfnast málningar.
(2) Leikskólasvæðið. Almennt mætti segja að ef merkingar gangbrauta og biðskyldu yrðu gerðar skýrari yrði ástand við leikskólann mun betra í alla staði. Fjarlægja þyrfti fyrsta bílastæðið á Þrúðvangi, sunnan við Útskála, til að auka við útsýni þegar keyrt er frá Útskálum inná Þrúðvanginn. Þar þyrfti að setja gangbraut yfir Þrúðvanginn að útivistarsvæðinu við ánna. Jafnframt þarf að merkja gangbraut yfir Útskálana í tengslum við núverandi gangstéttir ásamt því að taka niður gangstéttarkanta. Mála þarf núverandi hraðahindrun norðan við Útskála. Gangbraut vantar frá göngustíg milli Útskála 5 og 7 ásamt niðurtökum á köntum. Setja þyrfti hindrun við enda göngustígarins. Nefndin leggur til að athugað verði hvort færa megi umferðarhraða niður í 20 km/klst. en telur að svo stöddu ekki ávinning af því að skilgreina Útskála sem vistgötu. Nefndin bendir á mikilvægi þess að hugað sé að umferðaröryggismálum á svæðinu við hönnun nýs skólahúsnæðis.
(3) Merkja þarf hraðahindrun við Hellubíó ásamt því að skilgreina gangbrautir yfir allar þvergötur frá Þrúðvangi, endursetja og merkja betur biðskyldur þeirra gatna og taka niður kanta. Göngustígur milli Ártúns og Þrúðvangs endar á malarplani bæjarlands við norðanvert Hellubíó. Skilgreina þarf betur skilin á milli. Æskilegt væri að setja gangstétt meðfram Þrúðvangi að austanverðu frá gamla reykhúsi að Nesi.
(4) Vantar að merkja gangbraut við Bogatún á Helluvaðsveg. Setja þarf upp biðskyldu við Helluvaðsveg inná Þrúðvang. Mjög skert útsýni er frá Helluvaðsveginum vegna trjáþyrpinga við Þrúðvang. Umrædd tré eru á bæjarlandi og því ætti að fjarlægja þau sem næst standa vegamótunum. Setja þarf gangbraut yfir Þrúðvang að útivistarsvæðinu í Nesi, finna þarf henni heppilegan stað en þarna eru ekki gangstéttar.
(5) Skilgreina þarf og skerpa á hlutverki sleppistæðisins. Æskilegt ef gangstétt yrði lögð norðan við sleppistæðið sjálft en þarf kannski að bíða frekari skoðunar á skólasvæðinu í heild. Með gangstétt myndi tenging gangandi umferðar frá Heiðvangi verða án vandræða. Gengið er á grasi í dag. Gangbraut ætti að vera yfir Þingskála frá Villt og Alið að sleppistæðinu. Einnig yfir Dynskála frá Villt og Alið að gangstétt við Hótel Hellu.
(6) Biðskyldu vantar á mótum Freyvangs og Þingskála. Göngustígur milli Heiðvangs og Freyvangs. Nýuppgerður göngustígur frá Heiðvangi að skólasvæðinu en mætti skerpa á gögnustígnum frá Freyvangi. Vantar alla lýsingu. Jafnframt þyrfti að skilgreina betur göngustíg frá Freyvangi og austur úr, að Ölduhverfinu. Vantar að merkja gangbraut yfir Freyvang í brekkunni við Dynskála.
(7) Vantar að merkja göngubrautir við allar götur sem liggja að Dynskálum. Vantar jafnframt niðurtekningar af einhverjum gangstéttum. Hættuleg gatnamót eru við Langasand og Dynskála og þyrfti að fjarlægja nokkur tré í bæjarlandi meðfram Langasandi við Dynskála hið minnsta. Þar sem tenging við Dynskála austan við Reykjagarð hefur rofnað og Dynskálar enda í raun framan við slökkvistöðina, þarf að endurnefna götuna frá Eyjasandi austur fyrir Fiskás.
(8) Eyjasandur á að vera aðalgata og var búið að samþykkja að settar yrðu biðskyldur á allar götur sem tengjast honum. Þetta þarf að gerast sem fyrst þar sem mun meiri umferð tengist hverfinu en áður var. Hraðahindrun vantar á Eyjasand og leggur nefndin áherslu á að þær verði í formi þrenginga í stað hefðbundinna hindrana.
(9) Baugöldu væri æskilegt að skipta í tvennt með lokun fyrir henni miðri, frá væntanlegum göngustíg milli Baugöldu og Sandöldu. Mikil umferð er vegna hringaksturs og þarna er leikvöllur sem liggur að götunni og íbúar hafa farið fram á leikvöllurinn verði girtur af. Því væri þá hægt að sleppa ef götunni yrði lokað fyrir hringumferð.
(10) Á gatnamótum Langasands og Eyjasands vantar gangbrautir yfir báðar götur ásamt því að merkja biðskyldu. Langisandur ætti að vera aðalgata. Fjarlægja þarf tré í bæjarlandi sem skyggja á útsýni þegar komið er Eyjasandinn að vestanverðu. Skerpa þarf á merkingum við göngustíg að Langasandi, beggja megin. Setja þarf hindrun við enda á göngustígum.
(11) Miðbæjarsvæðið er í hönnun og hafa fyrstu hugmyndir verið kynntar nefndinni. Nefndin vill halda mögulegum bílastæðum austan við menningarsalinn. Nefndin tekur vel í hugmyndir um torg en skapa þarf skjól til að sú aðstaða verði aðlaðandi. Skoða þarf möguleika á að gera Vegskála að botngötu frá Dynskálum, þegar búið verður að opna fyrir umferð á Miðvanginn að Miðjunni frá Freyvangi. Skoða þyrfti hvort stöðvunarskylda sé ekki hentugri í stað biðskyldu frá Miðvangi að hringtorgi við Olís. Afmá þarf merkingu bílastæðis gegnt gangbraut yfir Suðurlandsveginn og merkja þarf gönguleiðina frá umræddri gangbraut, yfir bílastæðin og að Miðjunni. Hugsa þarf hvort aðkoman að Miðjunni eigi frekar að vera merkt sem einstefna að austanverðu. Nefndin leggur áherslu á að Suðurlandsvegur 1-3 hf. og aðrir lóðarhafar ljúki við bílastæði fyrir starfsfólk sem og aðra fyrir aftan Miðjuna.
Bókun fundar Minnisatriði úr vettvangsferð Skipulags- og umferðarnefndar lögð fram og samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram. Byggðarráð hvetur jafnframt íbúa til að koma ábendingum varðandi umferðaröryggismál í sveitarfélaginu á framfæri við skipulags- og umferðarnefnd.
3.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf - 8
2006004F
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
4.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 11
2006008F
Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
-
Atvinnu- og menningarmálanefnd - 11 Nefndin fór yfir umsóknina og leggur til að meðfylgjandi drög að samningi verði samþykkt. Nefndin vísar málinu til afgreiðslu Byggðarráðs. Bókun fundar Fyrir liggur að einn aðili lýsti áhuga á að reka upplýsingamiðstöð í sveitarfélaginu eftir auglýsingu í Búkollu þar um. Fyrir liggja drög við Litlu lopasjoppuna um að taka að sér að vista upplýsingamiðstöð fyrir sveitarfélagið út árið 2020. Tillaga er um að byggðarráð staðfesti tillögu Atvinnu- og menningarmálanefndar um að semja við Litlu lopasjoppuna um að sveitarfélagið leggi til 1 mkr styrk til reksturs upplýsingamiðstöðvar á árinu 2020 og felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum.
Samþykkt samhljóða.
5.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2020
2001022
Yfirlit um rekstur janúar-maí.
KV kynnti rekstraryfirlit fyrir janúar-maí.
6.Viðbragðs- og aðgerðaáætlun vegna COVID19 - Rangárþing ytra
2003013
Upplýsingar.
Lögð fram ýmis gögn varðandi COVID19 mál. Fram kom að styrkir fengust frá Félagsmálaráðuneyti til að auka félagsstarf fullorðinna og barna í viðkvæmri stöðu sumarið 2020 vegna COVID19.
7.Skátar á Úlfljótsvatni - ósk um styrk
2006024
Vegna sumarstarfa.
Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni býður til samstarfs um sumarstörf til handa ungum skátum sumarið 2020. Sveitarstjóra falið að meta hvort grundvöllur sé fyrir slíku samstarfi innan þess ramma sem Vinnuskóli sveitarfélagsins starfar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
8.Netaveiðileyfi 2020
2006033
Tvö tilboð bárust í veiðirétt sveitarfélagsins í Veiðivötnum árin 2020-22.
Tillaga er um að taka tilboði frá Guðmundi M. Stefánssyni kr. 600.000 í netaveiðiréttinn.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
9.Erindi um akstursstyrk í vinnuskóla
2006053
Erindi frá Björk Rúnarsdóttur.
Erindið lagt fram og rætt. Tillaga er um að hafna erindinu að svo stöddu en vísa frekari umræðu til undirbúnings fjárhagsáætlunar næsta árs.
Samþykkt með 2 atkvæðum, einn situr hjá (MHG).
Samþykkt með 2 atkvæðum, einn situr hjá (MHG).
10.Landborgir hótel. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis
2006039
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna umsóknar Magnúsar Ólafssonar fyrir hönd Landborga um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki IV, tegund "A" á gististað, Landhótel, Rangárþingi ytra.
Tillaga er um að byggðarráð Rangárþings ytra geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Landborga hf, kt. 580581-0569, til gistingar í flokki IV, tegund 'A' á gististað, Landhótel, Rangárþingi ytra.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
11.Nefsholt, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis í flokki II, tegund D
2006035
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna umsóknar Engilberts Olgeirssonar fyrir hönd félagsins Nefsholts ehf, kt. 601115-2550, um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II, tegund "D" í gistiskálum
félagsins að Nefsholti, Rangárþingi ytra.
félagsins að Nefsholti, Rangárþingi ytra.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Nefsholts ehf, kt. 601115-2550, til gistingar í flokki II, tegund "D" í gistiskálum
félagsins að Nefsholti, Rangárþingi ytra.
Samþykkt samhljóða.
félagsins að Nefsholti, Rangárþingi ytra.
Samþykkt samhljóða.
12.Samband Ísl. Sveitarfélaga - fundur 885
2006040
Fundargerð
Til kynnningar.
13.Veiðifélag Landmannaafréttar - yfirlit
2006036
Upplýsingar um starfsemi ofl.
Til kynningar.
14.EFS - aðalfundur 2020
2006052
Ársreikningur og aðalfundur.
Til kynningar.
15.Heilsueflandi samfélag
1809021
Samstarfssamningur við Landlækni frá 25.6.2020.
Lagt fram til kynningar. Byggðarráð lýsir yfir sérstakri ánægju með samninginn.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 17:45.