27. fundur 27. ágúst 2020 kl. 16:00 - 18:10 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Haraldur Eiríksson formaður
 • Hjalti Tómasson aðalmaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Einnig sat fundinn undir lið 3 Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri.

1.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29

2007005F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulagsnefnd leggur til að tvær lóðir verði stofnaðar frá lóðamörkum Rangárflatar 4 að suðvestan og að veginum að reiðhöllinni. Þaðan upp að trjálínunni á hólnum, eftir neðri mörkum hennar að mörkum núverandi lóðar nr. 4. Nýjar lóðir fengju heitið Rangárflatir 6 og Rangáarflatir 8.
  Sérlóð norðan við Rangárflatir 4 yrði tekin frá þeim punkti og norður að veginum að Stracta hóteli sbr. meðfylgjandi hugmynd. Sú lóð fengi heitið Rangárflatir 4a.
  Nefndin vill árétta að gera þarf breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið ef áform um lóðabreytingar ganga eftir.
  Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á nýju landi. Nefndin ítrekar að gera þarf grein fyrir aðkomu að spildum þegar áform um uppbyggingu liggur fyrir við gerð deiliskipulags. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulagsnefnd leggur til að umræddur reiðstígur verði felldur út af skipulagi og færður uppfyrir hverfið að austanverðu, eins og framkvæmdir hafa þegar borið merki. Nefndin leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að hefja vinnu við nauðsynlega breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra þar sem skilgreind er efnisnáma á umræddu svæði. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd efnistaka sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra þar sem skilgreind er efnisnáma á umræddu svæði. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd efnistaka sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulagsnefnd hefur fjallað um allar fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum með uppfærðum skipulagsgögnum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulagsnefnd hefur fjallað um allar fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum með uppfærðum skipulagsgögnum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulagsnefnd hefur fjallað um allar fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum með uppfærðum skipulagsgögnum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulagsnefnd ítrekar fyrri afgreiðslu sína á tillögu að deiliskipulagi. Varðandi fjarlægð milli bygginga og vegar þá telur nefndin réttast að undanþága verði veitt frá viðkomandi grein skipulagsreglugerðar og fjarlægð milli bygginga og vegar þ.a.l. minni en ákvæði segir til um. Nefndin telur rétt að svo verði einnig um aðrar lóðir á svæðinu og vill árétta, að teknu tilliti til ábendinga skipulagsstofnunar, að áform eru uppi um að unnið verði að sameiginlegu deiliskipulagi fyrir allar lóðirnar frá Bjargi að Heiðarbrún. Nefndin leggur til að sú vinna hefjist strax að lokinni gildistöku fyrir deiliskipulagið fyrir Bjargstún. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar en telur ekki þörf á að leita aftur umsagna um hana sérstaklega. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindi umsækjanda verði hafnað. Nefndin telur að umrætt svæði sé ekki vel fallið til skógræktar þar sem lítill samfélagslegur ávinningur sé innifalinn í nýtingu umrædds lands fyrir nærsamfélagið. Nóg er til af öðrum svæðum í sveitarfélaginu, fjær byggð, sem henta betur til svo umfangsmikillar skógræktar af hálfu hins opinbera. Bókun fundar Tillaga er um að afgreiðslu erindisins verði frestað til næsta fundar sveitarstjórnar en í millitíðinni verði óskað eftir greinargerð frá Landgræðslunni varðandi nýtingu lands á þessu svæði. Jafnframt verði óskað eftir fundi með fulltrúum Landgræðslunnar til að fara almennt yfir mál af þessu tagi í sveitarfélaginu.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða auglýsingu á breytingu aðalskipulagsins sem skipulagsstofnun hefur heimilað til auglýsingar. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

2.Brunavarnir Rangárvallasýslu - stjórn 66

2008034

Fundargerð og ársreikningur.
Fundargerðin með ársreikningi lögð fram til kynningar. Byggðarráð vill nota tækifærið nú þegar byggingu nýrrar slökkvistöðvar á Hellu er lokið og lýsa yfir mikilli ánægju með verkefnið sem hefur unnist vel og er innan þeirrar áætlunar sem lagt var upp með.

3.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2020

2001022

Yfirlit um rekstur janúar-júlí
Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur sveitarfélagsins janúar-júlí.

4.Viðbragðs- og aðgerðaáætlun vegna COVID19 - Rangárþing ytra

5.Snjóalda 3. Umsókn um byggingarlóð

2008021

Naglafar sækir um byggingalóð fyrir raðhús.
Tillaga er um að úthluta Naglafari ehf lóðinni að Snjóöldu 3 á Hellu.

Samþykkt samhljóða.

6.Sala íbúða við Giljatanga og lands úr Nefsholti II

1601011

Kauptilboð.
Að höfðu samráði við fullskipaða sveitarstjórn er tillaga um að byggðarráð staðfesti kauptilboð frá Agli Grímssyni í Giljatanga 1 og landspildu úr Nefsholti II.

Samþykkt samhljóða.

7.Tæming rotþróa í Ry

1407001

Samningur við verktaka, undirbúningur breytinga á samþykktum og gjaldskrá.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna tæminga rotþróa haustið 2020 verði 12.4 mkr en rotþróargjöldin verða innheimt með fasteignagjöldum næsta árs. Gerð er tillaga til sveitarstjórnar um viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2020 að fjárhæð 12.4 mkr fyrir tæmingu rotþróa. Viðaukanum er mætt með því að flytja 12.4 mkr af framkvæmdafé fráveitu.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

8.Framlenging lóðarsamnings í Hrauneyjum

2008031

Ósk um framlengingu samnings.
Tillaga er um að lóðarsamningurinn verði framlengdur með óbreyttu sniði til ársins 2050 nema hvað leigugjald verði 1% af fasteignamati eins og venja er með lóðaleigusamninga sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

9.Endurnýjun á yfirdráttarheimild sveitarfélagsins

1611046

Endurnýjun heimildar
Byggðarráð veitir Ágústi Sigurðssyni sveitarstjóra heimild til að ganga frá endurnýjun á yfirdráttarheimild sveitarfélagsins hjá Arion banka að hámarki 95 mkr sem gildi út árið 2021.

Samþykkt samhljóða

10.Erindi frá stjórn Hagsmunafélags á Gaddstöðum

2007011

Staða erindisins.
Lagt fram til kynningar.

11.Útgáfa byggðasögu Hellu

1601013

Staða mála.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Gerð er tillaga um að leiðbeinandi verð fyrir bæði bindi byggðasögunnar verði 17.900 kr fyrir harðspjaldabækur og 9.900 kr fyrir kiljur. Jafnframt er gerð tillaga til sveitarstjórnar að viðauka 3 við fjárhagsáætlun ársins 2020 vegna bókaútgáfunnar að upphæð 5.3 mkr. Gert er ráð fyrir að viðaukanum verði mætt með bókasölu.

12.Hugmyndagáttin og ábendingar 2020

2008018

Ábendingar sem borist hafa.
Í hugmyndagáttina höfðu borist ábendingar um framlengingu á ratleik, grillaðstöðu í Nesi og lausagöngu búfjár. Fyrri erindunum tveimur hafði verið vísað til viðeigandi starfsmanna sveitarfélagsins. Samþykkt að beina erindi um lausagöngu búfjár til umfjöllunar í skipulags- og umferðarnefnd.

13.Nafn á landi - óskað eftir umsögn um Stillu

2008001

Guðmundur Þorbjörnsson og Jóhanna Briem óska eftir að nefna land sitt að Snjallsteinshöfða 1D, með fastanúmer 2355769, Stillu.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við nafnið Stillu.

Samþykkt samhljóða.

14.Nafn á landi - óskað eftir umsögn um Bakkasel

2008002

Íris Marelsdóttir óskar umsagnar vegna nafnbreytingar á spildu (202385) í landi Efra-Sels í Bakkasel.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við nafnið Bakkasel.

Samþykkt samhljóða.

15.Mói. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis í flokki II, tegund C

2007034

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna umsóknar Karls Óskarssonar fyrir hönd Hreisturs ehf, kt. 601284-0659, um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II, tegund "C" á lóð félagsins, Móa, Rangárþingi ytra.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Hreisturs ehf, kt. 601284-0659, til gistingar í flokki II, tegund "C" á lóð félagsins að Móa í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

16.Framkvæmdaráð 2020

2004032

Minnispunktar.
Lagt fram til kynningar.

17.HES - stjórnarfundur 206

2008036

Fundargerð frá 18082020
Lagt fram til kynningar.

18.Aðalfundur 2020 - Tún ehf

2008020

Vottunarstofan Tún ehf.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?